Johan Vande Lanotte, sáttasemjarinn, sem Albert II. Belgíukonungur skipaði til að leiða viðræður belgískra stjórnmálamanna um myndun ríkisstjórnar í landinu hefur sagt af sér eftir nærri sjö mánaða sáttatilraunir.
Vande Lanotte sagð að hann gæti ekki náð lengra eftir að tveir flokkar af sjö höfnuðu sáttatillögu hans. „Það má leiða hest að læk en ekki láta hann drekka,“ sagði hann við afsögn sína. Konungur tók sér frest til 10. janúar til að íhuga hvort hann samþykkti hana.
Starfsstjórn hefur setið í Belgíu frá kosningum sl. sumar. Lagt er hart að flokkunum að ná samkomulagi þar sem skuldir belgíska ríkisins eru um 100% af landsframleiðslu.
Samkvæmt tillögunni frá Vande Lotte skyldi flytja meira vald frá ríkisstjórninni í Brussel til til stjórnvalda tungumálahéraða landsins, það er Flæmingjalands þar sem töluð er flæmska og Wallóníu þar sem töluð er franska.
Flæmingjar vilja meira vald en til þessa í skattamálum en Wallónar vilja meiri vernd og aukið fé til svæða umhverfis Brussel.
Í blöðum eru vangaveltur um nýjan sáttasemjara en þar telja menn einnig hugsanlegt að boðað verði til nýrra þingkosninga. „Séu allar leiðir lokaðar, verða menn að ganga til kosninga í lýðræðisríki,“ sagði Carl Devos, prófessor við háskólann í Ghent, við Reuters-fréttastofuna.
Heimild: BBC
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.