Laugardagurinn 28. maí 2022

Ágreiningur meðal þýzkra ráðamanna


16. janúar 2011 klukkan 08:57

Angela Merkel og Wolfgang Schäuble

Wall Street Journal segir að stjórnmálaleiðtogar í Þýzkalandi séu ekki á einu máli um hvort stækka eigi neyðarsjóð ESB eins og kröfur hafa komið fram um. Wolfgang Schauble, fjármálaráðherra Þýzkalands og einn mesti áhrifamaður í ríkisstjórn landsins, hefur lýst sig fylgjandi hugmyndum um að auka bolmagn sjóðsins til lánveitinga, sem Schauble segir hægt að gera án þess að leggja honum til nýtt fé. Efnahagsmálaráðherrann Rainer Bruderle er því andvígur og Angela Merkel hefur ekki tekið afstöðu en hún hefur mánuðum saman átt í erfiðleikum með að hafa stjórn á þingflokki sínum vegna óánægju þar innan dyra. Embættismenn í Brussel krefjast þess, að sjóðurinn verði stækkaður og telja, að þýzk innanlandspólitík takmarki um of möguleika ESB til þess að láta að sér kveða.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS