Laugardagurinn 28. maí 2022

Elmer upplýsti WikiLeaks dæmdur fyrir rétti í Zürich


19. janúar 2011 klukkan 21:54

Rudolf Elmer, sem var yfirmaður svissneska Julius Bär-bankans á Cayman-eyjum og hefur lekið bankaleyndarmálum til WikiLeaks, var miðvikudaginn 19. janúar dæmdur í Zürich fyrir brot á svissneskum bankalögum. Var hann sektaður um 6000 svissneska franka (730 þús. ísl. kr.) en ekki dæmdur í fangelsi eins og saksóknari vildi.

Rudolf Elmer
Rudolf Elmer

Elmer viðurkenndi fyrir dómaraanum að hann hefði miðlað upplýsingum og sent hótunarbréf til fyrrverandi vinnuveitanda síns. Hann sagðist hins vegar ekki hafa brotið svissnesk lög, þar sem upplýsingarnar hefðu verið af bankareikningum á Cayman-eyjum.

Mánudaginn 17. janúar afhenti Elmer WikiLeaks upplýsingar af bankareikingum um fyrirtæki og einstaklinga. Málaferlin í Zürich 19. janúar eru vegna eldri leka á upplýsingum.

Við yfirheyrslur sakaði Elmer fyrrverandi vinnuveitanda sinn um að hafa látið elta sig og hann hefði orðið miður sín af hræðslu. Hann sagði þetta ástæðuna fyrir því að hann hefði sent bankanum tölvubréf árið 2005 með hótunum um að senda bankaleyndar upplýsingar um viðskiptavini Julius Bärs til skattayfirvalda í Sviss, Bandaríkjunum og Bretlandi auk fjölmiðla.

Elmer stóð við hótun sína og saksóknari segir, að þess vegna hefðu skattayfirvöld hafið rannsókn á að minnsta kosti einum viðskiptavinum bankans fyrir skattsvik.

Elmer miðlaði upplýsingum til WikiLeaks árið 2007 og vöktu þær athygli á vefsíðunni. Julius Bär fór í mál við síðuna og tókst að láta loka henni í tvær vikur árið 2008.

Heimild: BBC

Heimild: BBC

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS