Laugardagurinn 28. maí 2022

Talsmaður LÍU kynnir ESB-þingmönnum 10 rök gegn ESB-aðild Íslands


1. febrúar 2011 klukkan 10:58

Íslendingar munu missa stjórn á mikilvægustu auðlind sinni og lögheimildir Íslendinga yfir fiskimiðum þeirra munu færast frá íslenskum stjórnvöldum fari Ísland í ESB, sagði Kristján Þórarinsson, stofnvistfræðingur hjá Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) á fundi með þingmönnum í fiskveiði- eða sjávarútvegsnefnd ESB-þingsins þriðjudaginn 25. janúar í Brussel.

liu.is
Mánaberg

Samkvæmt glærum sem birtar eru á vefsíðu ESB-þingsins nefndi Kristján tíu atriði, sem hann taldi mæla gegn aðild Íslands að ESB.

Fyrir utan afsal á stjórn sjávarauðlinda og rétti standríkisins samkvæmt hafréttarsáttmálanum, sagði Kristján að Íslendingar fengju aðeins þrjú atkvæði af 348 í ráðherraráði ESB. Ákvæðin í Lúxemborgarsamkomulaginu svonefnda um að leita bæri sátta í ráðherraráðinu um tillögu frá framkvæmdastjórn ESB ef sérgreindir þjóðarhagsmunir eins ríkis væru í húfi í stað þess að láta afl atkvæða ráða, veittu Íslendingum og hagsmunum þeirra ekki nægilegt skjól.

Kristján sagði að engar varanalegar undanþágur fengjust frá sjávaraútvegsstefnu ESB, eins og sannast hefði fyrir tæpum tveimur áratugum í viðræðum fulltrúa Noregs og ESB. Engin trygging væri fyrir því að reglan um hlutfallslegan stöðugleika, sem gjarnan er túlkuð á þann veg, að Íslendingar sitji einir að miðum sínum ef til aðildar komi, sé varanleg.

Íslendingar yrðu ekki beinir þátttakendur í viðræðum um hagsmunamál sín á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, til dæmis innan FAO, heldur kæmi ESB fram fyrir þeirra hönd.

Evrópusambandið hlyti einhliða rétt til að ákveða nýtingu sjávarauðlinda. ESB mundi semja fyrir Íslands hönd um flökkustofna en 30% af tekjum íslensks sjávarútvegs kæmu frá þeim. Þá yrði bann við erlendri fjárfestingu í íslenskum sjávarútvegi afnumið.

Kristján minnti ESB-þingmennina á að íslenskur sjávarútvegur væri rekinn með arðsemi og sjálfbærni í huga. Sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB hefði hins vegar leitt til ofveiði, hrörnunar fiskstofna, þá væri útgerð og fiskvinnsla á framfæri skattgreiðenda innan ESB.

Hann nefndi sérstaklega löggjöf ESB sem skyldar sjómenn til brottkasts á fiski umfram kvóta og undirmálsfiski. Að íslenskum lögum væri brottkast á fiski bannað.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS