Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hafnaði því á alþingi fimmtudaginn 3. febrúar sem ósannindum að hún hefði beitt sér á þingi 16. júlí 2009 á þann veg við atkvæðagreiðslu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu að segja við þingmenn úr röðum vinstri-grænna að stjórnarsamstarf Samfylkingar og vinstri-grænna mundi springa í loft upp ef þeir greiddu ekki atkvæði með tillögu um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu vegna ESB-umsóknarinnar. Hún sagði aðildarferlið ganga samkvæmt áætlun í samstarfi ríkisstjórnar við utanríkismálanefnd alþingis og á vettvangi ríkisstjórnarinnar í sérstakri ESB-nefnd ráðherra. Ríkisstjórnin mundi sjá til þess að ferlinu lyki.
Þetta kom fram þegar forsætisráðherra svaraði óundirbúinni fyrirspurn frá Einari K. Guðfinnssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, sem sagði ESB-viðræðurnar „skrípaleik“ á vegum klofinnar ríkisstjórnar, þar sem helmingur ráðherra væri á móti aðild.
Jóhanna sagði það „fullkomnar getgátur og rangt“ að um „skrykkjótt ferðalag“ inn í ESB væri að ræða. Einar K. sakaði forsætisráðherra um að draga upp „glansmynd“ af stöðu málsins innan stjórnarflokkanna og gera stjórnarþingmenn í vinstri-grænum að ósannindamönnum með því að hafna fullyrðingum um að hún hefði beitt þingmenn þrýstingi við atkvæðagreiðsluna 16. júlí 2009.
Einar K. Guðfinnsson vitnaði meðal annars í Ásmund Einar Daðason, þingmann vinstri grænna, sem sagði á þing fyrr í vetur:
,,Daginn sem atkvæðagreiðslan var í þinginu þá var enginn annar en hæstvirtur forsætisráðherra sem sat hér og kallaði hvern þingmann Vinstri grænna á fætur öðrum inn á teppið til sín og sagði þeim hinum sömu að ef þeir samþykktu það að fram færi tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla og það yrði samþykkt þá væri fyrsta vinstristjórnin sprungin.„
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.