Laugardagurinn 28. maí 2022

ESA vill meira gagnsæi í samkeppnisrekstri á vegum RÚV


10. febrúar 2011 klukkan 12:13

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) krefst þess af íslenskum stjórnvöldum að gagnsæi í opinberum framlögum til ríkisútvarpsins (RÚV) verði aukið fyrir lok mars 2011 til að „draga úr hættu á samkeppnisröskun á þeim markaði“ þar sem RÚV starfar. Þetta kemur fram í athugasemdum ESA við fjármögnun og starfsemi RÚV sem birt er á vefsíðu stofnunarinnar 10. febrúar.

ESA segir, að í raun þýði athugasemdirnar að fyrirkomulagi á fjármögnun RÚV verði breytt til samræmis við viðmiðunarreglur ESA um ríkisstyrki til aðila sem sjá um almannaútvarp.

Í tilkynningu ESA segir að tillögur stofnunarinnar feli í sér að skilið verði á milli starfsemi RÚV sem telst almannaútvarp og þeirra þátta í starfi RÚV sem lúta skuli lögmálum markaðarins.

Á meðal þess sem ESA vill að gert verði er að RÚV skýri hvaða ný þjónusta á þess vegum lúti reglum um almannaútvarp, það er sé ekki í samkeppni á markaði. Þá verði sett skýr gjaldskrá um greiðslu fyrir þjónustu RÚV sem fellur undir hlutverk þess sem almannaútvarps, svo sem vegna aðgangs að gagnasafni RÚV. Settar verði skýrar reglur um það hvernig farið verði með hugsanlegar ofgreiðslur til RÚV. Þess sé gætt að öll markaðslæg starfsemi RÚV, það er starfsemi sem ekki fellur undir þjónustu almannaútvarps, sé í samræmi við viðmunarreglur ESA um útvarpsrekstur.

Í tilkynningu ESA segir að stofnunin hafi rætt við íslensk yfirvöld um þessar athugasemdir í tengslum við meðferð þessa máls. Ísland hafi nú þegar innleitt ákveðnar breytingar í kjölfar athugasemda ESA. Sem dæmi megi nefna að eignarhaldi á RÚV hafi verið breytt og fært frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til fjármálaráðuneytisins. Með því hafi verið skilið á milli eignarhalds á RÚV og opinbers eftirlits með útsendingastarfsemi sem ætti að leiða til óháðara eftirlits með starfsemi RÚV.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk við kröfuhafa á svig við neyðarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS