Skíðakennarar innan ESB ætla sér að tryggja að framkvæmdastjórn ESB lækki ekki kröfur samkvæmt prófinu „Eurotest“ sem þegar hefur hlotið viðurkenningu í fimm löndum. Skíðakennsla er meðal þeirra starfsgreina sem framkvæmdastjórnin vill að falli undir nýja löggjöf um sameiginlega ESB/EES markaðinn.
Eins og málum er nú háttað njóta aðeins arkitektar og sex heilbrigðistéttir þess að réttindi þeirra eru sjálfkrafa viðurkennd á öllu ESB/EES svæðinu. Nú er unnið að því að skapa skipakennurum og nokkrum öðrum starfsgreinum sambærilega stöðu.
Fimm ríki, Austurríki, Bretland, Frakkland, Ítalía og Þýskaland tilheyra nú Eurotest en samkvæmt prófinu verða skíðakennarar til dæmis að geta farið á miklum hraða í svigi niður skíðabrekku. Þeir verða einnig að vera vel að sér um öryggisreglur vegna fjallaferða. Námið tekur fimm til sex ár.
Frakkland hefur mikið aðdráttarafl fyrir skíðakennara hvarvetna í Evrópu. Vilja Frakkar ekki að slegið verði af kröfum Eurotest.
Samkvæmt áformum framkvæmdastjórnar ESB er ætlunin að gefin verði starfsréttindaskírteini fyrir einstakar starfsgreinar. Þau eigi að staðfesta að eigandi skírteinisins hafi staðist kröfur sem gildi hvarvetna á ESB/EES-svæðinu.
Frakkar fagna skírteininu fyrir skíðakennara af því að þeir telja að þar með takist að halda lítt menntuðum skíðakennurum frá brekkunum. Keppni milli kennara í brekkunum hefur leitt til deilna um menntun og hæfni. Sé lögregla kölluð á vettvang þarf hún að sanna við núverandi aðstæður, að greitt hafi verið fyrir kennsluna. Skírteini um menntun auðveldar allt eftirlit að mati frönsku lögreglunnar.
Mattias Prinz, þýskur snjóbrettakennari, stefndi Frökkum fyrir ESB-dómstólinn með þeim rökum að það hefði átt að viðurkenna réttindi sín í frönsku Ölpunum. Dómur lét málið falla niður í júlí 2010 eftir að Frakkar samþykktu undanþágu fyrir Prinz.
Í Frakklandi verða snjóbrettakennarar einnig að hafa heimild til skíðakennslu. Í Þýskalandi og Bretlandi þurfa þessir skíðakennarar og snjóbrettakennarar ekki að standast sama prófið.
Ítalskir ESB-þingmenn hafa lýst áhyggjum yfir því að erlendir kennarar nái undirtökunum á ítölskum skíðastöðum. Á Ítalíu eru gerðar ólíkar kröfur til kennara eftir skíðastöðum.
Deilur um inntak krafna sem gerðar eru til einstakra starfsgreina hefta framkvæmd þjónustutilskipunar ESB, sem skiptir miklu fyrir sameiginlega markaðinn innan ESB/EES-svæðisins. Framkvæmdastjórn ESB segir að hreyfanleiki vinnuaflsins sé lífsnauðsynlegur til að stuðla að hagvexti.
Eins og áður segir njóta aðeins sjö starfsgreinar af 800 sem eru viðurkenndar í Evrópu þess að starfsréttindi eru viðurkennd alls staðar innan ESB/EES-svæðisins. Greinarnar eru: læknar, hjúkrunarfræðingar á almennu sviði, tannlæknar, dýralæknar, ljósmæður, lyfjafræðingar og arkitektar.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.