Laugardagurinn 28. maí 2022

Wall Street Journal tekur málstað Íslendinga í Icesave III


23. febrúar 2011 klukkan 02:40

„The tiny island shouldn't have to bear the costs of the British and Dutch bailouts“, „Íbúar smáeyjunnar ættu ekki að þurfa bera kostnaðinn af björgunaraðgerðum Breta og Hollendinga“, segir í fyrirsögn leiðara The Wall Street Journal um Icesave-málið, sem birtist miðvikudaginn 23. febrúar í tilefni af því að Icesave III fer í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Í The Wall Street Journal segir:

„Já meirihluti í þjóðaratkvæðagreiðslu sem líklega verður snemma í apríl mundi leiða til þess að Íslendingar yrðu undir skuldaklafa Breta og Hollendinga í allt að 35 ár – og það vegna þess að ríkisstjórnir Bretlands og Hollands tóku að eigin frumkvæði ákvörðun um að borga út innistæður eigin borgara ...

Nýja samkomulagið ætti ekki að valda íslenskum skattgreiðendum næstum eins miklum búsifjum og upphaflega niðurstaðan, forsetinn telur að þeir gætu setið uppi með ekki minna en 264 milljónir [punda] í beinan kostnað. Hitt er óljóst hvers vegna Íslendingar ættu yfirleitt að standa undir kostnaði við að bjarga Hollendingum og Bretum.

Hafi ríkisstjórnir þessara landi talið nauðsynlegt að bæta borgurum sínum skaða er það þeirra mál. Engan þarf að undra þótt íslenska þjóðin vilji ýta þessu máli til hliðar, eins og nýjustu kannanir sýna. Á það ætti hins vegar ekki að líta á sem hefnd í garð Breta og Hollendinga fyrir að standa fyrir ófrægingarherferð í garð Íslendinga í tvö og hálft ár.“

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk við kröfuhafa á svig við neyðarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS