Laugardagurinn 28. maí 2022

Þjóðaratkvæða­greiðsla á Írlandi um bankaskuldirnar?

ESB mun hafna kröfum Íra á þeirri forsendu að þær mundu leiða til „paník“ ástands á fjármálamörkuðum segir Sunday Telegraph


27. febrúar 2011 klukkan 09:16

Sunday Telegraph segir í dag að stórfelld átök séu framundan á milli nýrrar ríkisstjórnar á Írlandi og Evrópusambandsins. Leiðtogar bæði Fine Gael og Verkamannaflokksins hafi lofað írskum kjósendum að þeir mundu endursemja við ESB um aðhaldsaðgerðir, sem eru Írum þungar í skauti og þvinga fjármálamarkaði til þess að taka á sig töp bankanna að hluta. Þessar kröfur muni Kenny, væntanlegur forsætisráðherra Írlands setja fram á fundi leiðtoga ESB-ríkja í Helsinki á föstudaginn kemur.

Blaðið segir hins vegar að hvorki leiðtogar ESB-ríkja né Seðlabanki Evrópu né Evrópusambandið sem slíkt muni fallast á nokkrar breytingar, sem máli skipti. Kenny verði sagt að vilji hann fá lægri vexti verði Írar að hækka skatta á fyrirtæki. Kenny verði líka sagt að ekki komi til greina að láta fjármálamarkaði axla eigin töp af írsku bönkunum vegna þess, að þá mundi grípa „panik“ um sig á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, sem mundi ná til Þýzkalands og Frakklands og gera út af við evruna.

Evrópskur dipómat sagði í samtali við Sunday Telegraph að því hærra sem Írar hefðu um kröfur sínar þeim mun harðari yrði andstaðan við þær. Sami aðili sagði að það eina, sem sneri að Írum væri að framkvæma efni samningsins. Kjósendur á Írlandi ættu enga aðild að þessu máli, þótt þeim hefði verið sagt annað.

Í Sunday Telegraph kemur fram, að nái Kenny engum árangri megi búast við grasrótarhreyfingu til þess að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um bankaskuldirnar. Þá geti ríkisstjórnin komið til Brussel með afstöðu þjóðar, sem segi Nei.

Írskur kaupsýslumaður segir við blaðið: „Við höfum gísl, sem heitir evra. Evran er gjaldþrota. Eina spurningin er hvort það á að fórna Írlandi til þess að halda þessu Ponzi-kerfi gangandi.“

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS