Tekist var á um það innan NATO mánudaginn 21. mars hvert ætti að vera hernaðarlegt hlutverk bandalagsins í stríðsagerðunum gegn Líbýu. Frakkar eru tregir til að NATO komi þar við sögu og Tyrkir gagnrýna sprengjuárásirnar.
Frakkar, Bretar og Bandaríkjamenn hafa gert árásir á Líbýu samkvæmt eigin áætlunum en ekki sameiginlegri áætlun NATO, þótt allar þjóðirnar eigi aðild að herstjórnum þess. Bandarískir herforingjar samhæfa aðgerðirnar frá stjórnstöðvum í Þýskalandi og Ítalíu.
Bretar og Ítalir auk nokkurra annarra NATO-þjóða vilja að NATO verði falið lykilhlutverk í hernaðinum. Norðmenn hafa jafnvel sagt að þeir muni ekki beita þeim sex orrustuþotum sem þeir hafa lofað á meðan óljóst sé um sameiginlega yfirstjórn.
„Við teljum að það sé tímabært að bandalag “hinna viljugu„ víki fyrir meiri heildarstjórn á vegum NATO,“ sagði Franco Frattini, utanríkisráðherra Ítalíu, við fréttamenn í Brussel. Tæki NATO ekki forystu myndu Ítalir taka að sér stjórn mála frá herstöðvum á Ítalíu.
Alain Juppé, utanríkisráðherra Frakklands, gaf til kynna að NATO gæti „orðið til stuðnings“ alþjóðaaðgerðunum „innan fárra daga“. Voru orð hans túlkuð þannig að NATO ætti ekki að hafa forystu. Frakkar óttast að arabar snúist gegn aðgerðunum verði þær undir merki NATO.
Evrópskur stjórnarerindreki sagði við AFP-fréttastofuna að Frakkar væru „algjörlega einangraðir“ vegna afstöðu sinnar. Þjóðverjar og Tyrkir, NATO-þjóðir, hafa á hinn bóginn lýst efasemdum um réttmæti hernaðarins gegn Líbýu. Þjóðverjar sátu hjá í atkvæðagreiðslunni í öryggisráði SÞ 17. mars sem heimilaði „allar nauðsynlegar aðgerðir“ til að vernda almenna borgara í Líbýu.
Ahmet Davutoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, gagnrýndi árasir Vesturlanda á Líbýu og að ekki hefði verið gætt nægilega að lögformlegum skilyrðum þegar bandalag „hinna viljugu“ kom til sögunnar. Hann sagði að markmið alþjóðasamfélagsins ætti ekki að vera „að hefja allsherjarstríð“ eins og í Afganistan og Írak.
Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði sunnudaginn 20. mars að Bandaríkjamenn byggjust við því að færa höfuðábyrgð á aðgerðunum innan fárra daga af eigin höndum til Frakka og Breta eða NATO.
Liam Fox, varnarmálaráðherra Breta, sagði BBC sunnudaginn 20. mars að hann vonaði að NATO tæki að sér yfirstjórnina „innan fárra daga“ en það yrði ekki gert nema „samkomulag næðist meðal NATO-þjóðanna“.
Fulltrúar ýmissa smáríkja innan NATO telja að bandalagið sé best til þess fallið að halda utan um hinar flóknu aðgerðir í Líbýu. Lene Espersen, utanríkisráðherra Dana, sagði að hún vonaði að þær ríkisstjórnir innan NATO sem hefðu efast um að bandalagið kæmi við sögu aðgerðanna endurskoðuðu afstöðu sína. Danir leggja F-16 orrustuþotur til aðgerðanna.
Heimild: AFP
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.