Laugardagurinn 28. maí 2022

Grísk ríkisfjármál enn á ný undir smásjá ESB og ASG - frekari ađgerđa ţörf


8. maí 2011 klukkan 22:21
Grísk evra

Enn ein nefnd háttsettra sérfrćđinga á vegum Evrópusambandsins, Alţjóđagjaldeyrissjóđsins og Seđlabanka Evrópu mun fara í saumana á tillögum grísku ríkisstjórnarinnar um 26 milljarđa sparnađ á nćstu ţremur árum í ţví skyni ađ lćkka himinháar ríkisskuldir Grikklands Međ ţessu er ćtlunin ađ slá á fréttir um ađ Grikkir séu á leiđ út af evru-svćđinu. Frétt um brottför ţeirra birtust á ţýsku vefsíđunni SpiegelOnline föstdaginn 6. maí.

„Athugunin hefst nćsta ţriđjudag,“ sagđi heimildarmađur í gríska fjármálaráđuneytinu viđ ASP-fréttastofuna.

Grikkir tóku 110 milljarđa evru neyđarlán fyrir ári frá ESB og Alţjóđagjaldeyrissjóđnum (ASG). Lániđ fá ţeir í áföngum og nú hefur veriđ ákveđiđ ađ nćsta 12 milljarđa evru greiđsla ráđist af niđurstöđu ţeirrar athugunar sem er ađ hefjast. Gríska ríkisstjórnin hefur átt fullt í fangi međ ađ uppfylla skilyrđi sem sett voru um lánveitinguna, ţar sem efnahagslćgđin í landinu er meiri en ćtlađ var.

AFP segir ađ vaxandi líkur séu á ţví ađ Grikkir ţurfi meiri ađstođ á árinu 2012 til ađ geta stađiđ viđ afborganir sínar. Gríska fjármálaráđuneytiđ sagđi ađ fjármálaráđherrar evru-ríkja hefđu hist á óformlegum fundi föstudaginn 6. maí „til ađ ákveđa nćstu skref“ í ljósi efasemda á fjármálamörkuđum. Fundurinn sneri ţróun mála á verri vef eftir ađ Der Spiegel sagđi ađ ráđherrarnir rćddu einnig hugsanlegt brotthvarf Grikkja af evru-svćđinu. Fréttinni var harđlega mótmćlt.

Grikkir skulda nú 340 milljarđa evra. Franska viđskiptablađiđ Les Echos sagđi laugardaginn 7. maí ađ George Papaconstantinou, fjármálaráđherra Grikkja, hefđi tryggt ţegjandi samkomulag viđ ţví ađ Grikkir gćtu fengiđ ađ hćkka neyđarlániđ um 20 til 25 milljarđa evra, ef hvorki tćkist ađ lćkka ríkisútgjöld né selja ríkiseignir.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjađnar samt

Nú mćla hagvísar okkur ţađ ađ atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt ađ verđbólgan fćrist í aukana. Ţađ er rétt ađ atvinnuleysiđ er ađ aukast og er ţađ í takt viđ ađra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Ţađ er hinsvegar rangt ađ verđbólgan sé ađ vaxa.

 
Mest lesiđ
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óţarfi ađ rćđa frekar viđ ESB vegna afstöđu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvćr Evrópu­skýrslur styđja sjónarmiđ LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvćmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir ađ í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfrćđi­stofnun HÍ og Alţjóđa­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styđji ţá afstöđu LÍÚ ađ Ísland eigi ađ standa utan ESB. Ţá segir hann óţarfa ađ ganga lengra í viđrćđum viđ ES...

Norđurslóđir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til ađ hlýnun jarđar og sú bráđnun hafíss, sem af henni leiđir geti losađ um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi veriđ hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiđum á Norđurslóđum. Ţetta segja rannsakendur ađ geti gerzt á einum áratug. Međal ţess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er ađ slíkir öskuhaugar séu ađ myndast á Barentshafi.

Ţýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega ţjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harđri gagnrýni fyrir ummćli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­ţingsins ţess efnis ađ Evrópu­sambandiđ vćri ekki „socialunion“ eđa bandalag um félagslega ţjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til ađ Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gćrkvöldi benda til ađ Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­ţingsins sem hófust í gćrmorgun og ađ ţingmönnumhans á Evrópu­ţinginu fćkki um tvo en ţeir hafa veriđ fimm. Ţetta gengur ţvert á spár um uppgang flokka lengst til hćgri í ţeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS