-of lítill hagvöxtur í USA-fasteignaverð hefur lækkað um 33%-samdráttur í eftirspurn á heimsvísu
Robert Reich, fyrrum vinnumálaráðherra í ríkisstjórn Bill Clintons (og náinn vinur þeirra Clintonhjóna frá háskólaárum) segir í grein í Financial Times, að ekki sé hægt að útiloka nýtt samdráttarskeið í bandarísku efnahagslífi. Hann bendir á að hagvöxtur í Bandaríkjunum á ársgrundvelli miðað við tölur fyrir fyrsta ársfjórðung nemi 1,8% og horfur á öðrum ársfjórðungi séu ekki mikið betri. Slíkur hagvöxtur dugi ekki til að draga úr því mikla atvinnuleysi, sem nú sé í Bandaríkjunum. Laun hafi lækkað. Fasteignaverð hafi lækkað um 33% frá því, sem það var hæst 2006. Það sé meiri lækkun en varð mest í kreppunni miklu upp úr 1930.
Robert Reich segir að uppsveiflan í efnahagslífinu hafi stöðvast. Það sé ólíklegt að nýtt samdráttarskeið sé framundan en það sé ekki hægt að útiloka það. Hagnaður fyrirtækja sé góður. Þau eigi mikið af lausafé. Stór og millistærðar fyrirtæki geti auðveldlega skuldsett sig meira en vandinn sé skortur á eftirspurn. Bandarískir neytendur, sem standi undir 70% af efnahagslífinu geti ekki og vilji ekki eyða meiru fé. Þeir hafi áhyggjur af því, að þeir geti ekki borgað reikninga sína, að þeir eigi ekki fyrir námskostnaði barna sinna eða ævikvöldinu. Svo lengi sem neytendur haldi að sér höndum verði fyrirtæki treg til að fjölga starfsmönnum eða hækka laun þeirra.
Eftirspurnin komi heldur ekki frá útlöndum. Evrópuríkin eigi við skuldakreppu að stríða og prédiki aðhald. Japan hafi orðið fyrir gífurlegu áfalli og Kína beiti nú vaxandi aðhaldi. Allt eigi þetta þátt í að takmarka eftirspurn á heimsvísu. Jafnframt séu örvandi aðgerðir Seðlabanka Bandaríkjanna að renna sitt skeið á enda. Fylkisstjórnir skeri niður útgjöld og sveitarstjórnir segi upp kennurum og slökkviliðsmönnum.
Robert Reich segir að við þessar aðstæður mætti búast við örvandi aðgerðum ríkisstjórnarinnar í Washington. Hún standi hins vegar frammi fyrir afleiðingum fjármálakreppunnar á fjárhagsstöðu ríkisins og forsetakosningum á næsta ári. Flokkarnir hugsi nú um það fyrst og fremst að skapa sér vígstöðu í kosningbaráttunni. Þess vegna sé ríkisstjórnin lömuð og ekki ástæða til bjartsýni í nálægri framtíð.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.