Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði fimmtudaginn 2. júní í ræðu í Singapore að evran væri „traustur gjaldmiðill“. Hún bætti þó við að sum evru-ríki yrðu að skerpa samkeppnishæfni sína og aðhald í opinberum fjármálum.
Merkel sagði að hin sameiginlega evrópska mynt væri ekki undirrót vandræðanna innan ESB. „Ég vil taka af öll tvímæli gagnvart ykkur, við eigum ekki í neinum vandræðum með evruna sem slíka. Hún er traustur gjaldmiðill, einkum ef litið er á hana í samanburði við dollarinn.“
Þá sagði kanslarinn að sum evru-ríki glímdu við skuldavanda. Merkel sagði að á evru-svæðinu glímdu menn við „samkeppnisvanda, vanda vegna samkeppnishæfni“.
„Vegna þessa höfum við sagt frá upphafi að auka þurfi samkeppnishæfni og menn verði að sýna ábyrgð í ríkisfjármálum og heilbrigð ríkisfjármál eru kjarninn þess sem við viljum ná,“ sagði Merkel. Vegna sameiginlegrar myntar verði öll ríki á evru-svæðinu að leggja sitt af mörkum í þágu samkeppnishæfni annars stæðust þau ekki Asíu-ríkjum snúning.
Hún sagði að Þjóðverjar gerðu sér glögga grein fyrir mikilvægi evrunnar. Hún hafi verið þeim mjög hagstæð og þeir vildu hlut hennar sem mestan.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.