Skjöl finnast í Afganistan sem vekja upp áhyggjur um það
Sunday Telegraph segir frá því í dag að matvælaframleiðendur og smásöluverzlanir hafi verið varaðar við því, að hryðjuverkamenn kunni að grípa til þess ráðs að eitra matvæli í baráttu sinni. Blaðið segir að þessi aðvörun komi frá sérfræðingum brezkra stjórnvalda í öryggismálum. Það er útbreiðsla E.coligerilsins frá Þýzkalandi, sem hefur vakið upp þessar áhyggjur. Þýzkur læknir lýsti þeirri skoðun í gærkvöldi að nauðsynlegt væri að rannsaka hvort þessi smitun væri af mannavöldum.
Framleiðendur og smnásalar hafa verið beðnir um að auka eftirlit með vörum og kortleggja veikleika í því eftirliti.
Sunday Telegraph segir að eftirlit sé meira bæði í Bandaríkjunum og Ástralíu. Einn sérfræðingur hefur vakið athygli á því að meiri hætta sé á ferðum í mjólkuriðnaði en öðrum greinum matvælaframleiðslu. Það þurfi ekki að koma miklu af eiturefnum í mjólkurtank til þess að það hefði mjög víðtækar afleiðingar.
Þá segir blaðið að skjöl hafi fundizt í Afganistan, sem bendi til áforma hryðjuverkamanna um að eitra mat fyrir fólki.
+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingishúsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.