Eftir að sósíalistar misstu stjórnartökin í Portúgal sitja aðeins fjórar vinstri stjórnir í 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Greinarhöfundar The Guardian í London segir að þetta hljóti að vekja vinstrisinna í Evrópu til umhugsunar um pólitíska stöðu sína og stefnu. Ríkin fjögur innan ESB sem lúta stjórn jafnaðarmanna eða sósíalista eru: Austurríki, Grikkland, Slóvenía og Spánn.
Eins og sést á þeirri grein sem hér er lauslega þýdd hafa hugmyndafræðingar vinstrisinna í Evrópu áhyggjur af því að skoðanabræður þeirra tapa í hverjum þingkosningunum eftir aðrar. Í sveitarstjórnakosningum á Spáni fyrir skömmu fékk flokkur sósísalista hroðalega útreið.
Olaf Gramme og Patrick Diamond, sem báðir hafa komið að stefnumörkun og störfum fyrir breska Verkamannaflokkinn, segja í grein sem þeir nefna: Hvers vegna hægrimenn unnu enn einu sinni og birtist 7. júní að kosningarnar í Portúgal sunnudaginn 5. júní hafi farið fram á mesta samdráttarskeiði í sögu landsins, tímum mikils og vaxandi atvinnuleysis og harðra efnahagsaðgerða til að fullnægja kröfum ESB og AGS vegna 78 milljarða evru neyðarláns. Sósíalistar hafi tapað vegna þess að Pedro Passos Coelho, leiðtogi hægrimanna í landinu, krafðist dramatísks niðurskurðar í ríkisútgjöldum og almenningur hafi fengið sig fullsaddan af ráðandi mönnum í stjórnmálalífi landsins.
Hinum óreynda Coelho hafi tekist að lýsa sósíalistum sem hömlulausum eyðsluseggjum, þeir hafi staðið sig vel við að dreifa ágóða góðærisins en ófæra um að efla hagvöxt. Þá hafi José Socrates, forsætisráðherra landsins, neitað að viðurkenna hve staða Portúgals væri orðin slæm auk þess sem hann hafi hikað við að lýsa afleiðingum harðari efnahagsstefnu. Það hafi spillt áliti sósíalista meðal kjósenda hve lengi þeir neituðu því að Porúgalir þyrftu á neyðarláni að halda.
Þá hafi einnig ráðið miklu um niðurstöðuna í kosningunum að 40% kjósenda létu ekki sjá sig á kjörstað. Fólk hafi fengið nóg af kreppunni, sé svartsýnt á framtíðina og hafi fengið leið á öllum stjórnmálamönnum, þess vegna hafi fleiri en nokkru sinni áður kosið að sitja heima. Þessi afstaða hafi meðal annars birst í lýðskrumi gegn ESB sem allir flokkar hafi látið sem vind um eyru þjóta.
Bresku greinarhöfundarnir segja að þessi staða í Portúgal eigi sér hliðstæðu annars staðar. David Cameron hafi komist til valda í Bretlandi með því að gera lítið úr efnahagsstefnu og aðgerðum Verkamannaflokksins. José Zapatero, sósíalískum forsætisráðherra Spánar, hafi mistekist að minnka atvinnuleysi í landi sínu með íhlutun ríkisvaldsins og sé fylgi flokks hans nú á botni samkvæmt skoðanakönnunum. Sænskir jafnaðarmenn hafi meira að segja tapað þingkosningum annað skiptið í röð í fyrsta sinn í stjórnmálasögu Svíþjóðar, sem löngum hafi verið litið á sem vöggu vinstrimennsku í Evrópu. Fredrik Reinfeldt forsætisráðherra hafi verið verðlaunaður fyrir efnahagsstjórn sína með endurkjöri.
Í The Guardian segir að þegar kreppan hófst fyrir þremur árum hafi margir vinstrisinnar talið að hún mundi endurvekja stuðning við íhlutun ríkisins. Hið gagnstæða hafi gerst því að jafnaðarmenn í Evrópu hafi orðið fyrir þungri andstöðu. Þótt kjósendur séu andvígir sérhagsmunum innan fjármálakerfisins og hinum mikla ójöfnuði sem leiði af eftirlitslausum fjármálamörkuðum, sé trú þeirra á getu ríkisins minni en engin. Þá hafi mið-hægri flokkum tekist að skilgreina kreppuna sem ríkisfjármálavanda vegna of mikilla útgjalda, hárra opinberra skulda og stjórnlauss innbyggðs halla. Útþanið opinbert bákn hafi orðið höfuðandstæðingurinn.
Þetta hafi reynst náðarhögg fyrir jafnaðarmenn. Almenn trú á ríkisvaldinu sem uppsprettu alls hins góða hafi fokið út í veður og vind og sýnt hafi verið fram á að mið-vinstrimönnum hafi mistekist í samskiptum sínum við markaðinn. Nýi Verkamannaflokkurinn í Bretlandi og aðrir jafnaðarmannaflokkar í Evrópu hafi leyft hinum frjálsa markaði að ráða ferðinni og víkja sögulegu hlutverki vinstrisinna við eftirlit með mörkuðunum í þágu almannahagsmuna að til hliðar. Þriðja leiðin hafi ekki verið nein vegvísir út úr efnahagslegum og pólitískum vanda.
Hvað á að gera? spyrja hinir bresku greinarhöfundarnir. Þeir segja að í því felist blekking að endurtaka gamalkunnar yfirlýsingar um að ríkisafskipti muni endurvekja stuðning við mið-vinstriflokka. Greina þurfi kreppuna og undurrót hennar á dýpri hátt auk þess að móta lífvænlega stefnu komist vinstrimenn að nýju til valda.
Þessi stefna verði að reiða sig á þrjá meginþætti: Í fyrsta lagi stefnu um eftirlit með fjármálamörkuðum sem efli hag almennings, nái til kerfisáhættu og endurskipuleggi banka sem séu „of stórir til að mistakast“. Í öðru lagi þurfi að endurskipuleggja atvinnulífið til að skapa nýtt efnahagslegt jafnvægi með því að draga úr mikilvægi fjármálastarfsemi og beina fjármagni í þjónustu og þekkingariðnað samhliða hefðbundnum atvinnugreinum. Loks þurfi að breyta skattkerfinu til að draga úr skattasniðgöngu og svikum koma á skattþrepum og nota millifærslur til að draga úr ójöfnuði.
Höfundar telja að jafnaðarmenn í öllum löndum en einkum í Evrópu þurfi að ná höndum saman. Þeir verði að sannfæra kjósendur um að alþjóðasamvinna dragi ekki úr áhrifum einstakra þjóða. Í Evrópu sé sameiginleg stjórn mála forsenda fyrir því að efla þjóðlega samstöðu. Vinstrisinnar í Evrópu geti byggt um jarðbundið og traust efnahagskerfi án þess að gefa eftir gagnvart kreddum ný-frjálshyggjunnar.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.