Miðvikudagurinn 25. maí 2022

Norsku Evrópu­samtökin skorast undan umræðum um ESB-aðild - Íslendingar gætu breytt stöðunni


15. júní 2011 klukkan 23:34

Forystumenn Evrópusamtakanna í Noregi vilja fresta umræðum aðild Noregs að ESB. Í grein sem Paal Frisvold formaður og Trygve G. Nordby framkvæmdastjóri samtakanna skrifa í norska blaðið Aftenposten 15. júni segja þeir að að það gagnist ekki ESB-málstaðnum að hefja aðildarumræður í Noregi við núverandi aðstæður. Nordby telur aðstæður kunna að breytast gangi Íslendingar í ESB eða Svíar taki upp evru.

Á vefsíðunni ABCnyheter er vakin athygli á því að í mars á þessu ári vildi Nordby framkvæmdastjóri að tafarlaust yrði efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild í Noregi. Þá taldi Frisvold slíka atkvæðagreiðslu óráðlega. Nú séu þeir sammála um að skjóta umræðum ESB-aðild á frest. Mánudaginn 13. júní birtist skoðanakönnun í norska blaðinu Nationen sem sýndi að 66,2% Norðmanna eru á móti ESB-aðild.

ABCnyheter spyr Nordby hvort ekki sé unnt að líta þannig á að Evrópusamtökin séu komin í vörn með því að vilja fresta ESB-umræðum eftir að hafa árum saman kvartað undan því að stjórnmálaflokkarnir setji aðildina á dagskrá.

Nordby segir að víst vilji þeir aðildarumræður en bara ekki núna. Það sér óskynsamlegt að hvetja til slíkra umræðna núna þegar norska ríkisstjórnin vilji ekki setja málið á dagskrá. Strax og eitthvað breytist séu þeir til í slaginn.

Með þessu vísar Nordby til þess að bæði núverandi ríkisstjórn Noregs og fyrri ríkisstjórnir höfðu „sjálfsmorðsákvæði“ í stjórnarsáttmála sínum, það er að ríkisstjórnarsamstarfið sé úr sögunni ef einhver stjórnarflokkanna hefur baráttu fyrir ESB-aðild.

ABCnyheter spyr: Munu Evrópusamtökin bíða með ESB-umræður þar til ríkisstjórn án sjálfsmorðsákvæðis kemur til sögunnar?

Nordby svarar:

„Það getur vel verið að eitthvað gerist í nágrenni okkar eins og Svíar taki upp evru eða Íslendingar gangi í ESB sem veldur því að afstaða almennings breytist. Þá verður almenningsálitið að breytast á svo skýran hátt að hindrunin innan ríkisstjórnarinnar hverfi,“ segir Nordby. Hann hefur sagt upp störfum fyrir Evrópusamtökin af því að honum leiðist að berjast fyrir málstað sem enginn vill ræða.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS