Leiðrogaráð ESB hafnaði föstudaginn 24. júní tillögu frá José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, um breytingu á Dublin-reglunum um móttöku hælisleitenda innan ESB/Schengen-svæðisins. Barroso vildi að fallið yrði frá skyldu til að láta það ríki sem maður kemur fyrst til innan svæðisins fjalla um beiðni hans um hæli. Tillögunni var hafnað meðal annars með eindregnum stuðningi Þjóðverja og Breta.
Ef tillaga framkvæmdastjórnarinnar hefði verið samþykkt hefðu ólöglegir innflyjendur getað farið um alla Evrópu áður en þeir leituðu hælis, í raun valið land til þess. Nú er það skylda ríkja að senda hælisleitendur til upphaflega komulandsins. Undanþága hefur þó verið gerð vegna Grikklands samkvæmt dómi mannréttindadómstóls Evrópu þar sem grísk stjórnvöld ráða ekki við vandann vegna hælisleitenda í landi sínu.
Að sögn breska blaðsins The Daily Telegraph fagnaði David Cameron því sérstaklega á blaðamannafundi að tillögu Barrosos var hafnað. Cameron sagði:
„Ég hafði áhyggjur af því fyrir fund leiðtogaráðs ESB að þar yrði samþykkt að afnema Dublin-regluna sem heimilar okkur að senda hælisleitendur til upphaflega komulands þeirra. Mér er ljúft að skýra frá því að Bretar og Þjóðverjar tryggðu það sameiginlega að ekki er einu sinni minnst á þessar tillögur í neinum ákvörðunum leiðtogaráðsins.“
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNHCR, hefur lýst stöðu innflytjenda og hælisleitenda í Grikklandi á sem hörmulegum. Á árinu 2010 samþykktu Grikkir aðeins umsóknir 11 hælisleitenda af þeim 30.000 sem þeim bárust. Nú bíða 47.000 hælisumsóknir afgreiðslu í Grikklandi að sögn The Daily Telegraph.
Blaðið segir að meira en milljón manns hafi flúið Líbíu síðan átök hófust þar. Frontex, landamærastofnun Evrópu, telur að um 48.000 séu þegar komnir til Evrópu. Talið er að 50.000 innflytjendur komi til Ítalíu næstu mánuði en um 1.500 farist á sjóleiðinni frá N-Afríku til Evrópu.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.