Gríska þingið samþykkti miðvikudaginn 29. júní með 155 atkvæðum gegn 138 að styðja efnahags – og niðurskurðaraðgerðir ríkisstjórnar George Papandreous til að verða við kröfum Evrópusambandsins (ESB) og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um samdrátt í ríkisútgjöldum til að geta fengið 12 milljaðra evru greiðslu af 110 milljarða evru láni sem veitt var í mái 2010.
Lögregla beitti táragasi á um 5000 manns utan þingshússins á meðan þingmenn greiddu atkvæði um efnahagsráðstafanirnar. Ríkisstjórn Papandrerous tókst að knýja fram stuðning við tillögur stjórnar sinnar með því að boða skriðdreka og hermenn á götum Aþenu næðu þær ekki fram að ganga.
Aðeins einn þingmaður úr sósíalistaflokknum, PASOK, flokki Papandreous, greiddi atkvæði gegn aðgerðunum en einn þingmaður íhaldsmanna úr stjórnarandstöðu studdi tillögu ríkisstjórnarinnar. Báðir þingmennirnir hafa verið reknir úr flokkum sínum.
Theodoras Pangalos varaforsætisráðherra sagði fyrir atkvæðagreiðsluna: „Endurupptaka drökmunar hefði í för með sér að degi síðar yrðu bankarnir umkringdir ofsahræddu fólki sem reyndi að ná í peningana sína, herinn þyrfti að vernda bankana með skriðdrekum vegna þess að ekki yrði unnt að kalla út nógu marga lögreglumenn.
Alls staðar verða uppþot, verslanir verða tæmdar, sumir munu kasta sér utan um glugga.“
José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, og Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu að lokinni atkvæðagreiðslunni og fögnuðu niðurstöðunni. „Þessi atkvæðagreiðsla sýnir ábyrga þjóðlega afstöðu,“ sagði þar.
Forsetarnir segjast vænta sambærilegrar niðurstöðu fimmtudaginn 30. júní þegar þingmenn greiða atkvæði um lagafrumvarp um það hvernig framkvæma eigi efnahagsaðgerðirnar og niðurskurðinn. Þeir segja að niðurstaðan í þeirri atkvæðagreiðslu muni ráða úrslitum um útgreiðslu næsta hluta lána frá ESB og AGS.
Heimild: EUobserver
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.