Miðvikudagurinn 25. maí 2022

Álit meirihluta utanríkis­mála­nefndar: bein aðkoma alþingis að ESB-ferlinu - opnir nefndarfundir boðaðir


16. júlí 2011 klukkan 22:00

„Meiri hlutinn leggur ríka áherslu á að Alþingi komi með sem beinustum hætti að ferlinu á öllum stigum þess. Tryggja verður að þingið standi ekki frammi fyrir orðnum hlut heldur sé virkur þátttakandi og eftirlitsaðili frá upphafi og í ferlinu öllu,“ segir í áliti meirihluta utanríkismálanefndar alþingis (bls. 11) vegna tillögunnar um umsókn og aðildarviðræður sem alþingi samþykkti fyrir réttum tveimur árum, 16. júlí 2009. Í áliti sínu gerir meirihlutinn ráð fyrir að efnt sé til opinna funda nefndarinnar ef svo ber undir um ESB-málefni.

Föstudaginn 15. júlí óskuðu utanríkismálanefndarmennirnir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, eftir tafarlausum fundi í utanríkismálanefnd.

Forystumenn stjórnarandstöðunnar vilja meðal annars ræða við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um yfirlýsingar hans 27. júní í Brussel þess efnis að Íslendingar þurfi engar undanþágur frá sameiginlegri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins í komandi aðildarviðræðum.

Þá telur stjórnarandstaðan nauðsynlegt að Jóhanna Sigurðardóttir kynni utanríkismálanefnd samningsmarkmið Íslands sem hún sagðist hafa reifað við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, þegar þær hittust í Berlín mánudaginn 11. júlí. Eðlilegt hljóti að teljast að utanríkismálanefnd Alþingis standi a.m.k. jafnfætis erlendum þjóðarleiðtogum hvað varðar upplýsingagjöf frá ríkisstjórn Íslands.

Í fyrrnefndu áliti meirihluta utanríkismálanefndar sem Össur Skarphéðinsson segir að setji sér og embættismönnum sínum rammann í ESB-viðræðunum segir að tryggja beri utanríkismálanefnd „beinan aðgang að [ESB-]samninganefndinni, t.d. með áheyrnaraðild“. Þetta þýði að nefndin „eigi reglulega fundi með samningamönnum, og eftir atvikum ráðherrum, haft verði samráð við nefndina áður en samningsafstaða Íslands á einstökum sviðum verði samþykkt og reglulegir upplýsinga- og samráðsfundir verði haldnir um gang viðræðna og opnun og lokun einstakra samningskafla“.

Í áliti meirihluta utanríkismálanefndar segir ennfremur:

„Með þessu ferli er m.a. tryggt að Alþingi verði hluti af því heildarferli stjórnsýslu og hagsmunaaðila sem mál fara í gegnum áður en þau eru endanlega afgreidd. Þannig verður þess gætt að stjórnsýslan miðli upplýsingum til þingsins um málefni er tengjast viðræðunum svo að þingið geti gegnt eftirlitshlutverki sínu í ferlinu. Þrátt fyrir reglur um trúnað í starfi nefndarinnar er lögð áhersla á mikilvægi gegnsæis í öllu starfi hennar og því eðlilegt að hófs sé gætt í beitingu trúnaðarreglunnar. Með þessu yrði m.a. tryggt að eftir atvikum gætu fundir nefndarinnar verið fyrir opnum tjöldum.“

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS