Danska ríkisstjórnin ætlar að breyta vopnalögum eftir voðaverkin í Noregi. Rætt er um að PET, danska leyniþjónustan, komi að útgáfu þeirra. Eva Smith, lagaprófessor telur þó ekki unnt að setja lög til að komast hjá því að gripið verði til ofbeldisverka í Danmörku eða gegn Dönum.
Anders Behring Breivik hafði skotvopnaleyfi þegar hann felldi 68 manns á Útey. Danska blaðið Politiken segir að þessi atburður hafi orðið til þess að hópur danskra stjórnmálamanna velti fyrir sér ákvæðum danskra vopnalaga og veitingu leyfi til að fara með skotvopn í Danmörku.
Af þessu tilefni hefur dagblaðið Berlingske Tidende snúið sér til Evu Smith lagaprófessors sem varar við þeirri skoðun að unnt sé að setja lög sem komi í veg fyrir svipuð fjöldamorð í Danmörku.
„Ég hef ekki trú á því að hert vopnalög hindri því að ofstækismaður grípi til ofbeldisverka. Þeir sem vilja í raun verða sér úti um vopn geta gert það þótt þeir hafi ekki leyfi til þess að bera skotvopn,“ segir prófessorinn.
Breivik hafði leyfi til að nota þrjár tegundir vopna, þegar hann lét til skarar skríða föstudaginn 22. júlí. Erling Johannes Husabø, prófessor í refsirétti við háskólann í Bergen, segir við Politiken að norsku vopnalögin séu mjög svipuð hinum dönsku. Þeir einir fá leyfi til að bera skotvopn sem hafa hreint sakavottorð.
Danski þjóðarflokkurinn hefur lagt til að PET, danska leyniþjónustan, gefi út vopnaleyfi í stað almennrar lögreglu eins og nú er. Evu Smith finnst skynsamleg að PET komi að útgáfu leyfanna þótt stjórnsýslan eigi ekki að verða í hennar höndum.
„Mér finnst skynsamlegra að lögregla sjái um stjórnsýsluna en hún snúi sér til PET og fái umsögn hennar um hvort veita eigi viðkomandi leyfi til að eiga skotvopn,“ segir hún.
Lars Barfoed, dómsmálaráðherra Danmerkur, sagði strax eftir fjöldamorðin í Noregi að tilefni væri til að kanna danskar reglur um útgáfu vopnaleyfa. Talsmenn annarra flokka á þingi í stjórn og stjórnarandstöðu eru sammála ráðherranum.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.