Bandaríkjaþing býr sig undir að ljúka afgreiðslu á samkomulagi mill Bandaríkjaforseta og leiðtoga þingflokka um auknar lánsheimildir fyrir ríkissjóð Bandaríkjanna og koma í veg fyrir greiðslufall hans. Talið er að greidd verði atkvæði í fulltrúadeildinni mánudaginn 1. ágúst og í öldungadeildinn þriðjudaginn 2. ágúst.
Samkvæmt samkomulaginu sem náðist sunnudaginn 31. júlí hækkar lánsheimildin um 2.400 milljarða dollara úr 14.300 milljörðum auk þess sem ætlunin er spara svipaða fjárhæð á næstu 10 árum með því að draga úr ríkisútgjöldum. Ný þingnefnd skipuð fulltrúum beggja flokka mun ákveða 1.500 þúsund milljarða niðurskurð af þessari fjárhæð.
Samþykkja þarf samkomulagið í báðum þingdeildum og er búist við að innan beggja þingflokka verði einstakir þingmenn á móti frumvarpinu. Forystumenn þingflokka vinna nú að því að fá nógu marga til að styðja málið svo að hljóti afgreiðslu í síðasta lagi 2. ágúst.
Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, hitti forystumenn úr hópi þingmanna í hádegi mánudaginn 1. ágúst. Hann sagði fundinn hafa verið „góðan“ og hann væri „sannfærður“ um að frumvarpið yrði samþykkt.
Fyrstu viðbrögð á mörkuðunum við samkomulaginu voru jákvæð. Dow Jones kauphallarvísitalan í New York hækkaði um 1% eftir að viðskipti hófust. Það slaknaði his vegar á eftirspurn þegar leið á daginn vegna neikvæðra frétta af efnahagslífi Bandaríkjanna.
Helstu atriði samkomulagsins eru þessi:
Niðurstöður nefndarinnar verða bornar undir þingið.
Að mati fréttaritara BBC í Washington er talið að mun ákafari umræður verði um málið í fulltrúadeildinni en öldungadeildinni. Repúblíkanar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni og þeir í röðum þeirra sem hlutu kosningu í nóvember 2010 hafa helst staðið gegn málamiðlun um lánsheimildina, margir þeirra vilja meiri niðurskurð eða breytingu á stjórnarskrá Bandaríkjanna í þá veru að skylt sé að tryggja hallalaus fjárlög.
Í hópi demókrata eru margir andvígir tillögum um niðurskurð á félagslegum útgjöldum, sjúkratryggingum eða stuðningi við aldraða og láglaunafólk.
Í öldungadeildinni er meiri samhljómur á milli flokka en í fulltrúadeildinni. Harry Reid, leiðtogi demrókrata í öldungadeildinni, þar sem þeir hafa meirihluta, og Mitch McConnell, leiðtogi repúblíkana, knúðu á um að samkomulag tækist. Í öldungadeildinni þarf aukinn meirihluta, 60 þingmenn, til að frumvarpið hljóti samþykki.
Í fulltrúadeildinni sitja 435 þingmenn og þar nægja 240 atkvæði til að frumvarpið hljóti samþykki. Talið er að sumir repúblíkanar, þeir sem vilja sem minnst ríkisútgjöld, og fulltrúar Te-armsins innan flokksins muni greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Frumvarpið verður því ekki samþykkt í deildinni nema demókratar leggi því líð.
Barack Obama Bandaríkjaforseti viðurkenndi í ræðu sunnudaginn 31. júlí að hann hefði viljað aðra niðurstöðu en mælt er fyrir um í samkomulaginu en mælti samt með framgangi þess.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.