Miðvikudagurinn 25. maí 2022

Fjölmiðlar og fjármála­markaðir ganga út frá gjaldþroti Grikklands sem vísu


25. september 2011 klukkan 07:38

Í fréttum Sky sjónvarpsstöðvarinnar í Bretlandi í morgun, sunnudagsmorgun, var gengið út frá því sem vísu að Grikkland færi i gjaldþrot og í öðrum fréttum í morgun kom fram, að áherzlan innan evrusvæðisins sé ekki lengur á að bjarga Grikklandi heldur að bjarga bönkunum, sem munu tapa miklu fé á gjaldþroti Grikklands, ekki sízt frönskum bönkum.

Fréttaritari Sky í Aþenu segir, að athyglin þar beinist nú að fundi Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra með Christine Lagarde, forstjóra AGS í dag. Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna hefur hvatt evrusvæðið til aðgerða og hið sama hafa talsmenn kínverskra og brasilískra stjórnvalda gert. Töluverðar umræður eru um eflingu neyðarsjóðs ESB, sem nú hefur yfir að ráða 400 milljörðum evra en Geithner hvatti til þess á fundi í Póllandi fyrir viku, að sjóðurinn yrði skuldsettur til þess að hafa meira fjárhagslegt bolmagn.

Daily Telegraph segir að þýzkir og franskir sérfræðingar hafi unnið að gerð áætlunar, sem snúizt um að byggja upp eins konar eldvegg í kringum Grikkland, Portúgal og Írland til þess að koma í veg fyrir að vandamál þeirra ríkja hafi áhrif á önnur evruríki. Jafnframt verði Grikkland gert kleift að afskrifa um 50% af skuldum sínum. Neyðarsjóður ESB verði skuldsettur þannig að hann hafi yfir að ráða tveimur trilljónum evra, en það fjármagn verði notað til þess að hjálpa ríkjunum innan eldveggjarins, bönkunum, sem tapa á þeim og jafnframt til að kaupa skuldabréf Ítalíu og Spánar, sem seljist ekki. Blaðið segir að þetta séu áþekkar hugmyndir og Geithner setti fram fyrir viku. Þeim var illa tekið þá ekki sízt af Þjóðverjum en nú hafi þeir brugðizt við vegna áframhaldandi sviptinga á fjármálamörkuðum.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS