Yannick Jadot, ESB-þingmaður og talsmaður Evu Joly vegna forsetaskosninganna í Frakklandi vorið 2012, tilkynnti á Twitter miðvikudaginn 23. nóvember að hann væri hættur störfum fyrir Evu Joly. Hann segist ósammála nýrri stefnu sem Joly hefði tekið en hún er frambjóðandi Evrópskra umhverfissinna – græningja (EELV).
Það hefur vakið athygli í Frakklandi að Eva Joly dró sig í hlé frá kosningabaráttunni í nokkra daga. Var jafnvel talið að hún ætlaði að draga sig í hlé vegna ágreinings meðal stuðningsmanna hennar. Hún gekk hins vegar að nýju fram á völlinn þriðjudaginn 22. nóvember í viðtali við Le Monde og sjónvarpsstöðina France 3. Að morgni miðvikudags 23. nóvember sat hún fyrir svörum í sjónvarpsstöðinni RTL.
Jadot er ósammála gagnrýni sem Eva Joly hefur látið falla í garð sósíalista og telur að hún standi ekki heilshugar að samstarfi flokks sósíalista annars vegar og umhverfisverndarsinna hins vegar. Jadot er landskunnur í Frakklandi fyrir baráttu sína undir merkjum Greenpeace.
Í Le Monde segir að Jadot hafi kynnt flokksfélögum sínum ákvörðun sína mánudaginn 21. nóvember. „Hann sagðist ekki vera sáttur við ræðu Evu þar sem hún gerði kröfur á hendur sósíalistum,“ segir Sergio Coronado sem er einn af stjórnendum kosningarbaráttunnar.
„Tónninn í ræðum Evu hefur harnað. Hann gerði sér grein fyrir því að það væri ekki besta leið hans til að öðlast ráðherraembætti að vera talsmaður hennar,“ segir Coronado. Eva Joly sagði í viðtali við Le Monde og sjónvarpsstöðina France 3 þriðjudaginn 22. nóvember að hún gerði sér enga stóra drauma um samkomulag á milli sósíalista og EELV.
Deilur Joly og Jadot sem bæði sitja á ESB-þinginu má rekja til ágreinings í viðræðum við sósíalista um kjarnorkuver í Flamanville. Yannick Jadot lagði til að kallað yrði eftir skýrslu sérfræðinga um kjarnorkuverið og á þann veg yrði komið á sátt í málinu á milli sósíalista og græningja. Eva Joly hafnaði afdráttarlaust þeirri hugmynd.
Le Monde segir að Eva Joly hafi lagt sig fram um að draga skil á milli sín og François Hollande, forsetaframbjóðanda sósíalista. Hún hafi tekið nýtt skref á þeirri braut að morgni miðvikudagsins 23. nóvember með því að neita að svara spurningum í sjónvarpsstöðinni RTL um það hvort hún mundi hvetja fólk til að kjósa François Hollande í síðari umferð forsetakosninganna. „Ég veit hver óvinurinn er. Markmið mitt er að vinna sigur á Nicolas Sarkozy,“ svaraði hún aðeins þegar hún var þráspurð um hvort hún mundi styðja Hollande.
Í Le Figaro er því slegið upp á forsíðu að Eva Joly ráðist á François Hollande.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.