Á vefsíðu blaðsins The Times of Malta segir þriðjudaginn 13. desember að framkvæmdastjórn ESB hafi dregið til baka hótun um að beita Möltu fjársekt vegna halla á fjárlögum ríkisins. Olli Rehn, efnahagsmálastjóri ESB, segi að gripið hafi verið til „umtalsverðra aðgerða“ til að minnka hallann á árinu 2012.
Viðvörun hafði verið send til stjórnvalda á Möltu um að hertu þau ekki tökin á ríkisfjármálum við fjárlagagerð fyrir árið 2012 kynnu þau að sæta ESB-sektum.
Ollir Rehn skýrði frá því á blaðamannafundi 12. desember að fimm ríkisstjórnum hefði verið send viðvörun um yfirvofandi sektir, það er í Belgíu, Kýpur, Ungverjalandi og Póllandi auk Möltu. Þær hefðu allar kynnt nýjar tillögur og yrðu þær metnar í janúar.
Í The Times of Malta segir að eftir blaðamannafund Rehns hafi heimildarmenn sagt blaðinu að Rehn væri mjög ánægður með nýjar tillögur frá Möltu sem miðuðu að því að halli á fjárlögum þar yrði 2,3% á árinu 2012. Framkvæmdastjórn ESB hefði óttast að hann yrði meiri en 3%.
Frá og með 13. desember 2011 hefur framkvæmdastjórn ESB heimild til að leggja sektir á ríki sem fara ekki eftir fjárlagareglum sambandsins. Unnt er að krefjast þess að viðkomandi ríki leggi 0,2% af landsframleiðslu sinni til hliðar undir gæslu framkvæmdastjórnar ESB. Þessi fjárhæð breytist í sekt verði ekki farið að kröfum framkvæmdastjórnarinnar enda hljóti þær samþykki meirihluta í ráðherraráði ESB. Í reglunum felast einnig nýjar heimildir fyrir framkvæmdastjórn ESB til eftirlits með fjárlagagerð og framkvæmd fjárlaga í aðildarríkjunum. Þá er komið á laggirnar viðvörunarkerfi sem leiðir til þess að unnt er að koma boðum til stjórnvalda einstakra ríkja svo að þau geti gripið til ráðstafana gegn óviðunandi hallarekstri.
Olli Rehn segir að þessar reglur séu til hliðar við þann samning sem evru-ríkin ætla að gera sín á milli og kynntur verður í mars 2012.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.