Bandarískir athafnamenn og fjármálafyrirtæki færa út kvíararnar með lánumog uppkaupum af aðþrengdum evrópskum bönkum segir The New York Times mánudaginn 26. desember eigi þetta jafnt við um glæsihótel í Miami og hæstu bygginguna í Dublin.
Blaðið segir að unnt sé að gera góð kaup víða þar sem evrópskir bankar leggi sig fram um að auka eigið fé sitt til að standast kröfur eftirlitsaðila. Evrópskar fjármálastofnanir muni losa sig við eignir fyrir 3000 milljarða dollara á næstu 18 mánuðum að mati Huws van Steenis, greinanda hjá Morgan Stanley.
Sagt er frá því að fyrir jól hafi þrír bankamenn frá London-skrifstofu Kohlberg Kravis Roberts, risafyrirtæki sem sérhæfi sig í uppkaupum, haldið til Grikklands til að kanna einkafyrirtæki þar sem fái enga fyrirgreiðslu frá grískum bönkum lengur. Þá hafi The Blackstone Group samþykkt að kaupa fasteignalán af þýska Commerzbank fyrir 300 milljónir dollara og lánunum fylgi veð í Mondrian South Beach hótelinu á Flórída og fjórum Sofitel hótelum í Chicago, Miami, Minneapolis og San Francisco. Commerzbank verður að auka eigið fé sitt um 5,3 milljarði evra fyrir mitt ár 2012.
Google keypti Montevetro bygginguna í Dublin fyrr á árinu af National Asset Management Agency í Írlandi sem hafði eignast bygginguna eftir að írska ríkisstjórnin bjargaði bönkum þar frá falli.
NYT segir að bandaríski fyrirtæki láti að sér kveða í Evrópu þótt mörg þeirra glími sjálf við margvíslegan vanda. Þannig hafi JPMorgan Chase, sem hafi orðið fyrir áföllum, aukið lánveitingar til evrópskra skuldara.
Bandarísk fjármálafyrirtæki láta ekki við það eitt sitja að kaupa eignir af erlendum keppinautum sínum. Talið er að fyrirtæki á borð við JPMorgan Chase, Citigroup og Goldman Sachs verði enn umsvifameiri á Wall Street vegna þessara sviptinga, einkum eftir að franskir bankar á borð við Société Générale, Crédit Agricole og aðrar evrópskar stofnanir draga þar í land.
+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingishúsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.