Fimmtudagurinn 24. júní 2021

Fjármála­ráđherrar evru-ríkjanna aflýsa fundi um skuldamál Grikkja - örlagaríkur eindagi skulda á nćsta leiti


3. febrúar 2012 klukkan 18:26

Fjármálaráđherrar evru-ríkjanna hafa aflýst fundi sem hafđi veriđ bođađur mánudaginn 6. febrúar til ađ rćđa leiđir til ađ bjarga Grikklandi frá gjaldţroti. Nokkrir dagar eru ţar til stefnt er ađ ţví ađ ríkisskuldabréf Grikkja verđi innleyst og ný niđurfćrđ útgefin. Fundurinn verđur ekki haldinn ţótt látiđ sé í veđri vaka ađ samningar um afskriftir á skuldum Grikkja séu á nćsta leiti.

Grískir embćttismenn höfđu gefiđ til kynna ađ á fundi sínum 6. febrúar mundu fjármálaráđherrar evru-ríkjanna heimila útgreiđslu á neyđarláni II til Grikklands en heimildin hefur veriđ háđ ţví skilyrđi ađ einkaađilar sem lánađ hafa Grikkjum afskrifi 100 milljarđar evrur ađ lánum sínum.

Grikkir og samađilar ţeirra ađ ESB höfđu tilkynnt ađ hinn 13. febrúar hćfust skipti á skuldabréfum í eigu einkaađila til ađ koma í veg fyrir greiđslufall Grikklands vegna 14,5 milljarđa evru afborgana á gjalddaga 20. mars.

Evengelos Venizelos, fjármálaráđherra Grikklands, sagđi grískri sjónvarpsstöđ ađ fjármálaráđherrar evru-ríkjanna mundu ljúka afgreiđslu málsins af sinni hálfu mánudaginn 6. febrúar. Ţessi orđ gríska ráđherrans verđa marklaus eftir ađ fundinum hefur verđur aflýst. Jean-Claude Juncker, formađur ráđherranefndar evru-ríkjanna, sagđi ekki útilokađ ađ efnt yrđi til fundar síđar í nćstu viku.

Fjármálaráđherrar Ţýskalands, Frakklands, Hollands og Finnlands hittust á fundi Berlín föstudaginn 3. febrúar um málefni Grikklands.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjađnar samt

Nú mćla hagvísar okkur ţađ ađ atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt ađ verđbólgan fćrist í aukana. Ţađ er rétt ađ atvinnuleysiđ er ađ aukast og er ţađ í takt viđ ađra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Ţađ er hinsvegar rangt ađ verđbólgan sé ađ vaxa.

 
Mest lesiđ
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óţarfi ađ rćđa frekar viđ ESB vegna afstöđu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvćr Evrópu­skýrslur styđja sjónarmiđ LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvćmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir ađ í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfrćđi­stofnun HÍ og Alţjóđa­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styđji ţá afstöđu LÍÚ ađ Ísland eigi ađ standa utan ESB. Ţá segir hann óţarfa ađ ganga lengra í viđrćđum viđ ES...

Norđurslóđir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til ađ hlýnun jarđar og sú bráđnun hafíss, sem af henni leiđir geti losađ um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi veriđ hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiđum á Norđurslóđum. Ţetta segja rannsakendur ađ geti gerzt á einum áratug. Međal ţess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er ađ slíkir öskuhaugar séu ađ myndast á Barentshafi.

Ţýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega ţjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harđri gagnrýni fyrir ummćli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­ţingsins ţess efnis ađ Evrópu­sambandiđ vćri ekki „socialunion“ eđa bandalag um félagslega ţjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til ađ Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gćrkvöldi benda til ađ Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­ţingsins sem hófust í gćrmorgun og ađ ţingmönnumhans á Evrópu­ţinginu fćkki um tvo en ţeir hafa veriđ fimm. Ţetta gengur ţvert á spár um uppgang flokka lengst til hćgri í ţeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS