Eva Joly á mjög undir högg að sækja í frönsku forsetakosningabaráttunni. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun nær hún ekki 2% fylgi. Hún segist bera of mikinn svip útlendings til að falla Frökkum í geð en vonar að það bitni ekki á umhverfismálunum sem eru höfuðbaráttumál hennar. Þá gagnrýnir hún Nicolas Sarkozy forseta fyrir að gera ekki hreint fyrir sínum dyrum þegar kemur að fjármögnun kosningabaráttunnar.
„Engum dettur í hug að gera mig að dómsmálaráðherra. Ég ber of mikinn svip útlendings, ég tala með hreim, ég er ekki fædd hérna, ég hef ekki gengið í ENA [École nationale d‘administration. stjórnsýsluskóla Frakklands], ég er kona við aldur,“ sagði Eva Joly, forsetaframbjóðandi Evrópu umhverfissinna og græningja [Europe Ecologie-Les Verts EELV] sunnudaginn 1. apríl í sjónvarpsstöðinni Canal+. „Ég vil upplýsa Frakka um að allt er þetta mjög mikill dragbítur og sá sess sem mér hefur verið valinn í þessari baráttu ræðst einnig af öllu þessu sem mér er talið til lasts.“
Evu Joly finnst kosningabaráttan harðna og verða sífellt erfiðari. „Það sem ég þoli alls ekki er að viðhorf umhverfissinna sem skipta svo miklu í daglegu lífi Frakka hverfa í þessari baráttu, beri ég ábyrgð á því er það sannarlega dramatískt,“ sagði hún en samkvæmt könnun sem birt var sunnudaginn 1. apríl nær úr ekki að fá 2% atkvæða. „Menn hafa rétt á að ráðast á mig, særa mig, en menn hafa ekki rétt á að vega að umhverfinu,“ sagði hún.
Jean-Luc Melenchon er forsetaframbjóðandi Vinstrifylkingarinnar, til vinstri við sósíalista. Hann hefur sótt í sig veðrið í kosningarbaráttunni og er þriðji samkvæmt könnunum. Eva Joly var spurð um umhverfisstefnu þess flokks. Hún sagðist ekki hvaða stefnu Jean-Luc Melenchon hefði í loftslagsmálum. „Hann er tengdur kommúnistaflokknum sem er hlynntur kjarnorkuverum. Hann er enginn umhverfissinni,“ sagði hún.
Þá var Eva Joly spurð um fjármögnun kosningabaráttunnar. Hún lét þess þá getið að ekki hefði verið skýrt til fulls hvernig staðið hefði verið að fjármögnun kosningabaráttunnar 2007 og sá sem þá hefði sigrað byði sig nú fram að nýju án þess að hafa gefið nokkra skýringu á því ólögmæta fé sem einkennt hefði baráttu hans. „Í mínum huga er þetta andstætt heiðvirðu lýðveldi. […] Þegar ekki eru gefnar skýringar ýtir það undir grunsemdir,“ sagði hún.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.