Írar eru í uppreisn gegn nýju „heimilisgjaldi“ (household charge), sem þeir áttu að hafa greitt fyrir miðnætti sl. laugardagskvöld og nemur 100 evrum eða um 17 þúsund íslenzkum krónum. Þá höfðu einungis 805.500 heimili greitt gjaldið. Financial Times segir að heimilin séu 1,6 milljónir og þess vegna séu heimtur um 50% en Irish Times segir að heimilin, sem eigi að borga séu 1,86 milljónir og heimtur því ekki nema um 40%.
Einn þáttur í þeim skilmálum, sem Írum voru settir fyrir veitingu neyðarláns ESB/AGS/Seðlabanka Evrópu til þeirra var að tekin yrðu upp fasteignagjöld á Írlandi, sem ekki voru áður til staðar. Heimilisgjaldið er bráðabirgðaaðgerð á meðan álagning fasteignagjalds er undirbúin. Níu þingmenn á írska þinginu hafa hvatt fólk til þess að hafa þessa gjaldtöku að engu og sú mótmælahreyfing hefur breiðst út. Mótmælafundir hafa verið haldnir og einn þátttakandi í þeim sagði við FT að þetta væri ósanngjarn skattur. Hinir fátæku borguðu sama skatt og hinir ríku. Stjórnarflokkarnir hafa viðurkennt mistök við kynningu á skattinum.
Stjórnvöld hafa áhyggjur af þessum mótmælum m.a. vegna þess, að fordæmi eru fyrir því að slíkar grasrótarhreyfingar hafi náð miklum árangri á Írlandi. Um miðjan tíunda áratug síðustu aldar fór slík mótmælaherferð í gang gegn vatnsgjaldi, sem var fellt niður. Fleiri dæmi eru um áþekk mótmæli.
Mótmælin gegn heimilsgjaldinu nú koma á viðkvæmum tíma, þegar framundan er þjóðaratkvæðagreiðsla um ríkisfjármálsamning ESB-ríkjanna.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.