Framkvæmdastjórn ESB hefur lagt tillögu um refsiheimildir gegn ríkjum sem stunda ósjálfstæðar veiðar fyrir þing ESB og ráðherraráð ESB. Reglurnar má rekja til kröfu þeirra innan ESB sem vilja að Íslendingar og Færeyingar séu beittir refsingum vegna veiða þjóðanna á makríl. Fulltrúi Íslands mótmælti tillögu framkvæmdastjórnarinnar á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar miðvikudaginn 2. maí.
Sameiginlega EES-nefndin er helsti samstarfsvettvangur EES/EFTA-ríkjanna og Evrópusambandsins en hlutverk hennar er að tryggja virka framkvæmd EES-samningsins. Í nefndinni eiga sæti annars vegar fulltrúar Íslands, Noregs og Liechtensteins og hins vegar fulltrúar framkvæmdastjórnar ESB. Sameiginlega EES-nefndin fundar yfirleitt 7-8 sinnum á ári.
Utanríkisráðuneytið birti miðvikudaginn 2. maí frétt um mótmælin í sameiginlegu nefndinni og þar segir:
„Evrópuþingið [ESB-þingið] hefur verið með til umfjöllunar tillögu framkvæmdastjórnarinnar um reglugerð sem heimili ESB að beita viðskiptaaðgerðum gegn ríkjum sem stundi ósjálfbærar fiskveiðar að þess mati. Í meðförum þingsins hefur ákvæðum tillögunnar verið breytt þannig að þau ganga í berhögg við EES samninginn. Íslensk stjórnvöld hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum vegna þessara breytingatillagna og komið á framfæri mótmælum bæði munnlega og skriflega við sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins, framkvæmdastjórn ESB og við aðildarríki þess. Í yfirlýsingunni [í sameiginlegu EES-nefndinni] beina íslensk stjórnvöld því til Evrópusambandsins að það virði í hvívetna alþjóðlegar skuldbindingar sínar við ákvarðanir og beitingu viðskiptaaðgerða af þessu tagi. Sérstaklega er vísað til ákvæða bókunar 9 í EES samningnum sem banna allar viðskiptaaðgerðir sem ganga lengra en löndunarbann á fiski úr sameiginlegum stofnum og sem sem deilur standa um.“
Norsk stjórnvöld standa með ESB að kröfum á hendur Íslendingum og Færeyingum um að skera afla sinn á makríl niður við trog.
ESB-þingið mun taka afstöðu til tillagna framkvæmdastjórnarinnar í júní. Breytingarnar í sjávarútvegsnefnd þingsins var samþykkt samhljóða af 24 nefndarmönnum.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.