Sveitarstjórnarkosningar fara fram á Ítalíu nú um helgina. Skoðanakannanir benda til að ríkisstjórn Mario Montis njóti ekki lengur stuðnings helmings þjóðarinnar og Financial Times, segir að lítil og stór hneykslismál hafi dregið úr stuðningi við þá flokka á miðju til hægri og til vinstri, sem stutt hafi ríkisstjórnina á þingi. Blaðið segir að ef sterk mótmæli komi fram í úrslitum kosninganna um helgina kunni flokkarnir að telja það bezta kostinn að fjarlægjast ríkisstjórnina.
Kosið er á sunnudag og mánudag og kannanir benda til að flokkur Berlusconis fari verst út úr kosningunum. Norðurbandalagið er í vandræðum eftir afsögn Umberto Bossi, sem sakaður er um spillingu. Kannanir benda líka til að grínisti að nafni Beppe Grillo,sem boðar brotthvarf Ítalíu af evrusvæðinu muni fá 7% atlkvæða í þeim sveitarstjórnum, sem hann býður fram í. Slík úrslit á landsvísu mundu gera flokk hans að þriðja stærsta flokki Ítalíu.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.