Grísku flokkarnir þrír sem eru hlynntir samkomulagi við ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) voru nær því en áður að kvöldi þriðjudags 19. júní að mynda nýja ríkisstjórn. Fréttamenn telja að hún verði jafnvel skipuð miðvikudaginn 20. júní. Flokkarnir hafa einsett sér að ná betra samkomulagi við ESB og AGS.
Ekathimerini segir í morgun, miðvikudag, að gert sé ráð fyrir að niðurstaða náist í ágreining innan vinstri flokkanna tveggja, sem þátt munu taka í stjórnarmynduninni fyrir hádegi. Hann snýst um hverjir skipi ráherraembætti á vegum flokkanna eða hvort þeir eigi ráðherra í ríkisstjórn eða láti nægja að veita henni þinglegan stuðning.
Antonis Samaras, formaður mið-hægri flokksins Nýs lýðræðis (NL), hefur umboð til stjórnarmyndunar þar sem flokkur hans sigraði í þingkosningunum 17. júní. Hann ræðir nú við sósíalista í Pasok-flokknum og forystumenn smáflokksins Lýðræðislega vinstriflokksins um myndun stjórnar. Er mjög hart að honum að flýta því sem mest að birta stjórnarsáttmála og eyða óvissu um hver heldur um stjórnartauma Grikklands.
Evangelos Venizelos, formaður Pasok, sagði að loknum viðræðunum 19. júní að ný stjórn kynni að koma til sögunnar „um hádegi á morgun“. Síðdegis þann sama dag rennur umboð Samaras til að mynda stjórn sitt skeið að grískum stjórnlögum. Venizelos sagði að eina „raunhæfa lausnin“ fælist í samsteypustjórn flokkanna þriggja.
Samaras hefur lofað að virða skuldbindingar Grikklands gagnvart ESB og AGS en hann vill jafnframt draga úr þunga aðhaldsskuldbindinganna „svo að gríska þjóðin geti skotið sér undan þrælslegum raunveruleika líðandi stundar“.
Venizelos sem var fjármálaráðherra á liðnum vetri og leiddi fyrir hönd Grikkja samningaviðræður um aðhaldsskilmálana í febrúar 2012 segir nú að Grikkir hafi verið „neyddir“ til að samþykkja ýmislegt sem á þá var lagt á þeim tíma. Hann segir að vandinn við myndun nýrrar ríkisstjórnar nú sé ekki hvernig hún skuli skipuð heldur hvernig kom eigi saman viðræðuhópi í nafni allrar þjóðarinnar sem fái það verkefni að glíma við ESB og AGS með það fyrir augum að semja um nýja skilmála.
Af hálfu evru-ríkjanna hefur verið gefið til kynna að ef til vill megi breyta tímasetningum í samkomulaginu við Grikki en alls ekki efnisatriðum.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.