Sunnudagurinn 29. maí 2022

Kýpur sett í rusl­flokk - biđur um neyđarlán til ađ bjarga bankakerfinu


25. júní 2012 klukkan 21:52

Ríkisstjórn Kýpur hefur tilkynnt ađ hún ćtli ađ sćkja um fjárhagslega neyđarađstođ til ESB. Kýpur er fimmta evru-ríkiđ sem ţarfnast slíkrar ađstođar. Ríkisstjórnin segir ađ bankakerfi Kýpur sé hjálparţurfi vegna ţess hve mikiđ ţađ eigi undir viđskiptum viđ Grikki.

Taugaveiklun ríkti á fjármálamörkuđum mánudaginn 25. júní vegna evrunnar. Hlutabréf féllu mjög í verđi í kauphöllum Ítalíu, Spánar og Grikklands. Fjárfestar óttast ađ ekki verđi nein breyting viđ leiđtogafund ESB-ríkjanna í lok vikunnar,

Verđlćkkunin nam 4% á Ítalíu og Spáni. Ibex-vísitalan á Spáni galt ţess sérstaklega ađ fréttir bárust um ađ Moody‘s ćtlađi enn ađ lćkka lánshćfiseinkunn spćnskra banka.

Á Kýpur verđa stjórnvöld ađ finna um 1,8 milljarđ evra nćstu sólarhringa til ađ endurfjármagna annan stćrsta banka landsins Cyprus Popular Bank.

Stefanos Stefanou, talsmađur ríkisstjórnarinnar í Nikósíu, sagđi ađ samiđ yrđi um ađstođina frá ESB á nćstu dögum. Ţessi áform breyttu tilraunum ríkisstjórnarinnar til ađ fá lán frá Rússum eđa Kínverjum. Ríkisstjórnin hefur ţegar fengiđ 2,5 milljarđa evra ađ láni frá Rússum. Rússneskir fjármálamenn hafa veriđ góđir viđskiptavinir banka á Kýpur ţar sem fjármagnstekjuskattur er lágur.

Matsfyrirtćkiđ Fitch telur ađ Kýpur ţurfi 4 milljarđa evra til stuđnings bönkunum, ţađ jafngildir nćstum einum fjórđa af landsframleiđslu ţeirra milljón manna sem búa á gríska hluta eyjunnar. Fitch hefur fellt Kýpur í ruslflokk sem ţrengir mjög svigrúm stjórnvalda til ađ afla lánsfjár.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjađnar samt

Nú mćla hagvísar okkur ţađ ađ atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt ađ verđbólgan fćrist í aukana. Ţađ er rétt ađ atvinnuleysiđ er ađ aukast og er ţađ í takt viđ ađra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Ţađ er hinsvegar rangt ađ verđbólgan sé ađ vaxa.

 
Mest lesiđ
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óţarfi ađ rćđa frekar viđ ESB vegna afstöđu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvćr Evrópu­skýrslur styđja sjónarmiđ LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvćmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir ađ í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfrćđi­stofnun HÍ og Alţjóđa­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styđji ţá afstöđu LÍÚ ađ Ísland eigi ađ standa utan ESB. Ţá segir hann óţarfa ađ ganga lengra í viđrćđum viđ ES...

Norđurslóđir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til ađ hlýnun jarđar og sú bráđnun hafíss, sem af henni leiđir geti losađ um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi veriđ hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiđum á Norđurslóđum. Ţetta segja rannsakendur ađ geti gerzt á einum áratug. Međal ţess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er ađ slíkir öskuhaugar séu ađ myndast á Barentshafi.

Ţýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega ţjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harđri gagnrýni fyrir ummćli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­ţingsins ţess efnis ađ Evrópu­sambandiđ vćri ekki „socialunion“ eđa bandalag um félagslega ţjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til ađ Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gćrkvöldi benda til ađ Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­ţingsins sem hófust í gćrmorgun og ađ ţingmönnumhans á Evrópu­ţinginu fćkki um tvo en ţeir hafa veriđ fimm. Ţetta gengur ţvert á spár um uppgang flokka lengst til hćgri í ţeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS