Ríkisstjórn Kýpur hefur tilkynnt að hún ætli að sækja um fjárhagslega neyðaraðstoð til ESB. Kýpur er fimmta evru-ríkið sem þarfnast slíkrar aðstoðar. Ríkisstjórnin segir að bankakerfi Kýpur sé hjálparþurfi vegna þess hve mikið það eigi undir viðskiptum við Grikki.
Taugaveiklun ríkti á fjármálamörkuðum mánudaginn 25. júní vegna evrunnar. Hlutabréf féllu mjög í verði í kauphöllum Ítalíu, Spánar og Grikklands. Fjárfestar óttast að ekki verði nein breyting við leiðtogafund ESB-ríkjanna í lok vikunnar,
Verðlækkunin nam 4% á Ítalíu og Spáni. Ibex-vísitalan á Spáni galt þess sérstaklega að fréttir bárust um að Moody‘s ætlaði enn að lækka lánshæfiseinkunn spænskra banka.
Á Kýpur verða stjórnvöld að finna um 1,8 milljarð evra næstu sólarhringa til að endurfjármagna annan stærsta banka landsins Cyprus Popular Bank.
Stefanos Stefanou, talsmaður ríkisstjórnarinnar í Nikósíu, sagði að samið yrði um aðstoðina frá ESB á næstu dögum. Þessi áform breyttu tilraunum ríkisstjórnarinnar til að fá lán frá Rússum eða Kínverjum. Ríkisstjórnin hefur þegar fengið 2,5 milljarða evra að láni frá Rússum. Rússneskir fjármálamenn hafa verið góðir viðskiptavinir banka á Kýpur þar sem fjármagnstekjuskattur er lágur.
Matsfyrirtækið Fitch telur að Kýpur þurfi 4 milljarða evra til stuðnings bönkunum, það jafngildir næstum einum fjórða af landsframleiðslu þeirra milljón manna sem búa á gríska hluta eyjunnar. Fitch hefur fellt Kýpur í ruslflokk sem þrengir mjög svigrúm stjórnvalda til að afla lánsfjár.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.