Liam Fox, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bretlands, leggur til að Bretar segi skilið við Evrópusambandið nema að takist að skapa meira jafnvægi í samskiptum Breta og ESB. Hann segir að stefna bresku ríkisstjórnarinnar nái ekki fram að ganga vegna „fyrirmæla frá Brussel“. Hann hvetur til þess að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.
BBC segir að þessi ummæli auki enn þrýsting á David Cameron forsætisráðherra áður en hann gerir breska þinginu grein fyrir niðurstöðum leiðtogafundar ESB 28. og 29. júní. Forsætisráðherrann sagði í blaðagrein sunnudaginn 1. júlí að hann útilokaði ekki þjóðaratkvæðagreiðslu en bað baráttumenn fyrir henni að sýna „þolinmæði“.
Liam Fox lét ummæli sín falla mánudaginn 2. júlí á fundi Samtaka skattgreiðenda í London. Hann sagði að þróunin innan ESB í átt til meiri samruna hóps ríkja þar kynni að breyta öllum starfsháttum og skipulagi innan ESB og sló því föstu að það fælust engar „hörmungar“ í því að standa utan við ESB.
Hann taldi hins vegar að það yrðu „mikil mistök“ að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu nú. Bretar ættu fyrst að reyna að semja um tengsl við ESB sem væru reist á efnahagslegum frekar en pólitískum forsendum og lýsa markmiðum sínum á skýran og ótvíræðan hátt. Bæri þetta ekki árangur væri ekki annarra kosta völ en að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu og íhuga úrsögn úr ESB. Fox sagði:
„Við eigum ekki að bíða eftir því að leiðtogar ESB viðurkenni fall hinna illa ígrunduðu evru áður en við kynnum það sem við viljum fyrir bresku þjóðina. Örlög Bretlands eiga ekki að vera dagskrárefni á fundum leiðtoga meginlandsins.“
Liam Fox sagði af sér ráðherraembætti eftir að talið var að hann hefði brotið siðareglur ráðherra með viðskiptalegum samskiptum við vin sinn Adam Werritty. Fox er í hópi forystumanna þeirra innan Íhaldsflokksins sem hafa litla trú á ESB og aðild að sambandinu.
Fox taldi að ESB „liti ekki nógu mikið til annarra“ og ynni því lítið að því að efla viðskipti við Kína eða önnur ríki með stækkandi mörkuðum auk þess hefði „samkeppnishæfnin minnkað“ með áherslu á kostnaðarsama félagslega þætti.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.