Sunnudagurinn 29. maí 2022

Finnar setja strik í ákvörðun leiðtoga evru-ríkjanna - segjast ekki samþykkja að nota björgunar­sjóð til að kaupa ríkisskulda­bréf


2. júlí 2012 klukkan 18:40

Finnar hafa gert athugasemd við eina af lykilniðurstöðum leiðtogafundar ESB í síðustu viku (28. og 29. júní), það er þá ákvörðun að auka svigrúm björgunarsjóða til að kaupa skuldabréf. Finnska ríkisstjórnin segir að hún njóti stuðnings Hollendinga við að koma í veg fyrir að nota megi varanlega björgunarsjóðinn, ESM, til að kaupa skuldabréf á mörkuðum.

Leiðtogar evru-ríkjanna 17 létu undan þrýstingi frá Ítölum og Spánverjum og rýmkuðu heimildir fyrir sjóðinn til að kaupa ríkisskuldabréf. Stjórnlagadómstóll Þýskalands kannar hvort aðild Þjóðverja að ESM-sjóðnum standist þýsku stjórnarskrá.

Ætlunin var að ESM-sjóðurinn tæki til starfa 1. júlí 2012. Með því að skjóta þýskum lögum til stjórnlagadómstólsins hefur gildistaka samþykkta um sjóðinn frestast.

Í yfirlýsingu finnsku ríkisstjórnarinnar segir að sögn AFP-fréttastofunnar að í framtíðinni sé einróma samþykki nauðsynlegt til að sjóðurinn geti keypt skuldabréf og svo virðist sem ekki verði um það að ræða vegna andstöðu Finna og Hollendinga.

Ætlunin er að nota bráðabirgða-björgunarsjóð evrunnar (EFSF) þar til ESM tekur til starfa. Fé úr honum verði notað til að kaupa ríkisskuldabréf og endurfjármagna spænska banka. Talið er að enn séu 250 milljarðar evra í sjóðnum.

Á síðasta ári töfðu Finnar seinni neyðarlánasamning við Grikki þar sem þeir kröfðust sérstaks veðs fyrir skuldbindingu sína í nafni EFSF-sjóðsins.

Í samþykkt leiðtogafundarins frá því í síðustu viku er ekki greint nákvæmlega frá því hvernig staðið verði að því að kaupa ríkisskuldabréf á evru-svæðinu. Til þessa hefur Seðlabanki Evrópu staðið að slíkum kaupum á mörkuðum og hefur verið deilt um það inngrip bankans.

Í samþykkt leiðtogafundarins segir að evru-ríkin skuldbindi sig til að gera það sem er nauðsynlegt til að tryggja fjármálalegan stöðugleika á evru-svæðinu, sérstaklega með því að nota ESFS/ESM sjóðina á sveigjanlegan og árangursríkan hátt. Þá segir að Seðlabanki Evrópu hafi tekið að sér að koma fram fyrir hönd EFSF/ESM á mörkuðum á markvissan og árangursríkan hátt.

Heimild: BBC

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS