Fimmtudagurinn 24. júní 2021

Fjármála­ráđherra Bandaríkjanna bregđur sér til Evrópu í ţágu evrunnar - vonir bundnar viđ Seđlabanka Evrópu vegna vantrúar á ríkis­stjórnum evru-landanna


30. júlí 2012 klukkan 15:37

Timothy Geithner, fjármálaráđherra Bandaríkjanna, hitti Wolfgang Schäuble, fjármálaráđherra Ţýskalands, á ţýsku frístundaeyjunni Sylt mánudaginn 30. júlí áđur en hann hélt áfram skyndiför sinni til Frankfurt á fund Marios Draghis í Seđlabanka Evrópu. Evrópuferđ Geithners er liđur í ađ efla trú markađa á evrunni og ráđstöfunum henni til bjargar. Í ţví efni beinast augu manna meira en áđur ađ Draghi og Seđlabanka Evrópu.

Wolfgang Schäuble og Timothy Geithner á frístundaeyjunni Sylt 30. júlí 2012.

Ţegar sagt var frá ferđ Geithners í fjölmiđlum ađ morgni mánudags 30. júlí veltu menn fyrir sér hvort krókurinn sem hann tćki á sig til ađ hitta Schäuble vćri í kurteisisskyni ţar sem ađalerindi hlyti hann ađ eiga viđ Mario Draghi sem menn settu nú helst traust á ţegar rćtt vćri um stöđu evru-ríkjanna. Jean-Claude Juncker, formađur evruhópsins, sagđi í viđtali viđ Le Figaro sem birst hefur hér á Evrópuvaktinni ađ Seđlabanki Evrópu nyti nú meira trausts á fjármálamörkuđum en ríkisstjórnir evru-landanna.

Mario Draghi sagđi fimmtudaginn 26. júlí ađ seđlabankinn mundi gera allt sem umbođ hans leyfđi til ađ vernda evruna, frá henni yrđi ekki horfiđ, heldur skyldi hún varin af öllu afli. Ţetta dró strax úr lántökukostnađi Spánar og Ítalíu og hélt sú ţróun áfram mánudaginn 30. júlí.

Lántökukostnađur Spánar á 10 ára ríkisskuldabrféfum lćkkađi í 6,6% en hann varđ hćstur tćp 7,6% fyrir viku. Ítalir nutu einnig lćkkunar á samskonar bréfum í 5,96%. Var ţađ í fyrsta sinn síđan í apríl sem ţessi tala fór niđur fyrir 6%.

Nýjar tölur spćnsku hagstofunnar sýndu ađ efnahagur Spánar dróst saman um 0,4% á öđrum ársfjórđungi ţessa árs, samdrátturinn var 0,3% á fyrsta ársfjórđungi. Taldi hagstofan ţetta stafa af minni innlendri eftirspurn.

Seđlabanki Evrópu kynnir vaxtaákvarđanir sínar nćst fimmtudaginn 2. ágúst og menn velta fyrir sér hvort ţá verđi einnig skýrt frá ákvörđun um ađ bankinn hefji kaup skuldabréfa ađ nýju en ţau markađsafskipti bankans eru ţekkt undir heitinu: Securities Markets Programme (SMP).

SMP-áćtlunin felst í ţví ađ Seđlabanki Evrópu kaupir ríkisskuldabréf af viđskiptabönkum og stuđlar ţannig ađ ţví ađ lántökukostnađur ríkisstjórna lćkkar án ţess ađ seđlabankinn láni ţeim beint fé. Horfiđ var frá SMP-áćtluninni í lok janúar 2012.

Stjórnendum bráđabirgđa-björgunarsjóđs evrunnar, EFSF, er heimilt ađ kaupa skuldabréf milliliđalaust af ríkissjóđi viđkomandi lands međ öđrum orđum ađ lána fé beint til skuldugra ríkja eins og Spánar. Sjóđurinn hefur ţví heimild til beinna viđskipta viđ fjármálaráđuneyti sem seđlabankinn hefur ekki.

Nú eru bundnar vonir viđ ađ samrćmdar ađgerđir seđlabankans og EFSF dugi betur en fyrri úrrćđi til ađ lćkka lántökukostnađ ríkja eins og Spánar og Ítalíu.

Heimild: BBC

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjađnar samt

Nú mćla hagvísar okkur ţađ ađ atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt ađ verđbólgan fćrist í aukana. Ţađ er rétt ađ atvinnuleysiđ er ađ aukast og er ţađ í takt viđ ađra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Ţađ er hinsvegar rangt ađ verđbólgan sé ađ vaxa.

 
Mest lesiđ
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óţarfi ađ rćđa frekar viđ ESB vegna afstöđu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvćr Evrópu­skýrslur styđja sjónarmiđ LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvćmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir ađ í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfrćđi­stofnun HÍ og Alţjóđa­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styđji ţá afstöđu LÍÚ ađ Ísland eigi ađ standa utan ESB. Ţá segir hann óţarfa ađ ganga lengra í viđrćđum viđ ES...

Norđurslóđir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til ađ hlýnun jarđar og sú bráđnun hafíss, sem af henni leiđir geti losađ um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi veriđ hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiđum á Norđurslóđum. Ţetta segja rannsakendur ađ geti gerzt á einum áratug. Međal ţess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er ađ slíkir öskuhaugar séu ađ myndast á Barentshafi.

Ţýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega ţjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harđri gagnrýni fyrir ummćli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­ţingsins ţess efnis ađ Evrópu­sambandiđ vćri ekki „socialunion“ eđa bandalag um félagslega ţjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til ađ Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gćrkvöldi benda til ađ Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­ţingsins sem hófust í gćrmorgun og ađ ţingmönnumhans á Evrópu­ţinginu fćkki um tvo en ţeir hafa veriđ fimm. Ţetta gengur ţvert á spár um uppgang flokka lengst til hćgri í ţeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS