Framkvæmdastjórn ESB sagði miðvikudaginn 1. ágúst að hún hefði refsað ríkjum sem hefðu veitt umfram heimildir árið 2011 með því að minnka veiðiheimildir þeirra í ár, aðgerðirnar koma harðast niður á Bretum og Spánverjum.
Í yfirlýsingu sem gefin var af þessu tilefni sagði framkvæmdastjórnin að virkasta úrræði hennar til að bæta úr tjóninu sem unnið hefði verið með ofveiði árið 2011 væri að stuðla að því að allar ESB-þjóðir stunduðu sjálfbærar veiðar.
Í fyrsta sinn í ár var ákveðið að auka niðurskurð um 50% hjá þeim þjóðum sem hafa hvað eftir annað veitt umfram heimildir úr sama fiskstofni á undanförnum þremur árum.
Maria Damanaki sjávarútvegsstjóri sagði að enginn þyrfti að fara í grafgötur um að hart yrði tekið á ofveiði. Öllum bæri að fara að settum reglum í einu og öllu. Markmið hennar væri að beita reglunum á þann veg að sjálfbærni fiskstofna innan ESB-lögsögu yrði tryggð til langs tíma.
Tíu þjóðir sæta refsingu að þessu sinni. Harðast bitnar hún á Spánverjum, veiðiheimild þeirra á makríl minnkar um 12.406 tonn og ansjósu um 962 tonn. Heimild Breta til að veiða makríl verður skert um 6.439 tonn og síld um 200 tonn.
Aðrar þjóðar sem sæta refsingu eru: Danir, Frakkar, Þjóðverjar, Írar, Litháar, Hollendingar, Pólverjar og Portúgalir.
Framkvæmdastjórn ESB telur að Íslendingar hafi stundað ofveiði á makríl í ár og undanfarin tvö ár. Hún hefur farið fram að fá heimildir til að refsa Íslendingum fyrir þessar veiðar þótt þeir séu ekki innan ESB. Reglurnar taka gildi haustið 2010.
+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingishúsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.