Markus Söder, fjármálaráðherra Bæjaralands, hvatti til þess í Bild am Sonntag 5. ágúst að Grikkir „flyttu að heiman frá mömmu“ og hypjuðu sig af evru-svæðinu. „Þegar þjóð eins og Grikkir geta ekki ítrekað staðið í skilum verður hún að yfirgefa evru-svæðið,“ sagði Söder sem er kristilegur sósíalisti (CSU) í systurflokki CDU, flokki Angelu Merkel Þýskalandskanslara.
Söder sagði: „Að minni hyggju eiga Grikkir að segja skilið við evru-samstarfið fyrir lok þessa árs. Þjóðverjar geta ekki lengur greitt skuldir Grikkja. Við þessar aðstæður er alrangt að veita þeim hinn minnsta stuðning eða slaka á kröfum gagnvart þeim. [...] Sú stund rennur upp í lífi sérhvers manns að hann þarf að flytja að heiman frá mömmu og þetta er rétti tíminn fyrir Grikki.“
Gríska ríkisstjórnin hefur náð nokkrum árangri við að draga úr ríkisútgjöldum í samræmi við aðhaldssamninginn að baki neyðarlánunum. Eftirlitsmenn ESB, Seðlabanka Evrópu (SE) og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), þríeykisins, segjast hins vegar ekki hafa lokið athugunum sínum og ætla að snúa aftur til Grikklands í september.
Eftirlitsmennirnir fóru frá Grikklandi sunnudaginn 5. ágúst. Þeir sögðu að viðræður við fulltrúar grísku ríkisstjórnarinnar hefðu verið gagnlegar, „Þetta voru góðar viðræður, okkur miðaði vel. Við munum nú gera hlé og koma aftur snemma í september,“ sagði Poul Thomsen, forstöðumaður Grikklands-skrifstofu AGS, eftir fund með fulltrúum fjármálaráðuneytisins í Aþenu.
Þýska blaðið Die Welt sagði frá því laugardaginn 4. ágúst að SE hefði hlaupið undir bagga með gríska fjármálaráðuneytinu með því að auka yfirdráttarheimild sem dygðu til að halda ríkissjóði á floti.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.