Gríska lögreglan segir að rúmlega 1600 ólöglegir innflytjendur verði fluttir á brott eftir víðtækar aðgerðir hennar í Aþenu undanfarna daga. Rúmlega 6000 voru teknir höndum en flestum þeirra hefur verið sleppt. Nikos Dendias, ráðherra almannareglu, sagði aðgerðirnar óhjákvæmilegar þar sem efnahagur Grikkja þyldi ekki „innrás innflytjenda“.
Hann sagði innflytjendamálið „sprengju við undirstöður samfélagsins og ríkisins“. „Samfélagið splundrast nema okkur takist að koma á skipulagi sem ræður við straum innflytjenda,“ sagði ráherrann.
Sunnudaginn 5. ágúst voru 88 ólöglegir innflytjendur sendir til baka til Pakistan.
Gríska stjórnin hefur fjölgað vörðum við tyrknesku landamæri af ótta við að átökin í Sýrlandi leiði til þess að straumur flóttamanna aukist yfir þau.
Um 80% innflytjenda til ESB koma fyrst til Grikklands. Þrýstingur hefur aukist á stjórnvöld að stöðva straum þeirra. Í kosningunum 17. júní sl. fékk flokkurinn Gyllt dögun sem skipar sér yst til hægri nógu mikið fylgi til að ná mönnum á þing. Í síðustu viku gáfu flokksmenn mat til þurfandi fólks fyrir utan gríska þinghúsið enda gætu þeir sem hann fengu fært sönnur á að þeir væru grískir ríkisborgarar og vildu leggja fram mikilvægar persónuupplýsingar eins og um blóðflokk sinn.
Amnesty International sakar grísk stjórnvöld um að beita innflytjendur harðræði. Mannréttinadómstóll Evrópu leggst gegn því að hælisleitendur séu sendir þangað með vísan til Dublin-reglnanna sem gilda á Schengen-svæðinu.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.