Sænsk stjórnvöld skýrðu frá því miðvikudaginn 8. ágúst að allir sendiráðsstarfsmenn þeirra hefðu verið reknir frá Hvíta-Rússlandi, fimm dögum eftir að sendiherra Svía var rekinn frá Minsk fyrir að hafa lagt baráttu í þágu mannréttinda lið.
Carl Bildt, utanríkisráðherra tísti á Twitter-síðu sinni, að Alexander Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands, hefði nú „rekið alla sænska stjórnarerindreka frá Hvíta-Rússlandi. Ótti hans við mannréttindi nær nú nýjum hæðum“.
„Hann hagar sér í samræmi við ofstækisfullt eðli sitt,“ sagði Bildt við TT-fréttastofuna. „Ég skil ekki hvers vegna þeir auka spennuna á þennan hátt. Það er engin launung á því að lýðræðisverkefni okkar hafa lengi farið í taugararnar á þeim og nú hafa þeir sprungið af reiði.“
Carl Bildt skýrði frá því í síðustu viku að Stefan Eriksson sem var skipaður sendiherra í Minsk 2008 hefði verið rekinn þaðan fyrir að hafa hitt stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlandi.
Sænska utanríkisráðuneytið svaraði með því að það mundi ekki taka á móti nýjum sendiherra í Stokkhólmi frá Hvíta-Rússlandi í stað þess sem hvarf þaðan fyrir fáeinum vikum. Þá afturkallaði ráðuneytið dvalarleyfi tveggja stjórnarerindreka frá Hvíta-Rússlandi og vísaði þeim frá Svíþjóð.
Andrei Savinykh, talsmaður utanríkisráðuneytis Hvíta-Rússlands, neitaði í síðustu viku að Stefan Eriksson hefði verið rekinn úr landi, það hefði hins vegar verið ákveðið að endurnýja ekki samþykki við trúnaðarbréfi hans.
Carl Bildt sagði á Twitter-síðu sinni um hádegisbil 8. ágúst: „Við munum áfram leggja þeim lið sem berjast fyrir frelsi Hvíta-Rússlands og allra íbúa landsins. Þeir eiga rétt á sama frelsi og sömu réttindum og aðrir Evrópubúar.“
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.