Miðvikudagurinn 25. maí 2022

Tekjuhæstu Frakkar búa sig undir að flýja undan 75% skatti Hollandes


8. ágúst 2012 klukkan 15:17

Tekjuhæstu Frakkar undirbúa að flytja í annað land ef François Hollande Frakklandsforseti hrindir skattahækkunaráformum sínum í framkvæmd. Á lögmannsstofu í París hafa menn ekki við að svara spurningum auðugra kaupsýslumanna sem leita ráða um hvort þeir eigi að flytja lögheimili sitt annað láti forsetinn verða af því að hækka tekjuskatt í 75% á þá sem eru með meira en eina milljón evra í árstekjur.

Vincent Grandil, einn eigenda Altexis lögmannsstofunnar, sagði við The New York Times: „Við fáum mikið af símhringingum frá tekjuháu fólki sem spyr hvort það eigi að yfirgefa Frakkland. Jafnvel ungt, dugmikið fólk sem hefur um 200.000 evrur í tekjur veltir fyrir sér hvort það eigi að vera áfram í landi þar sem það er illa séð að menn græði peninga.“

François Hollande

Hollande er fyrsti sósíalistinn sem hlýtur kjör sem forseti Frakklands frá því að François Mitterrand var kjörinn á níunda áratugnum. Franska þingið tekur í september afstöðu til tillögu Hollandes um 75% skattinn sem hann vill innleiða til að „koma fótunum að nýju undir efnahag þjóðarinnar“.

Í ár er talið að halli á ríkissjóði Frakklands verði 4,5%, Hollande hefur heitið því að ná honum niður í 3% af vergri landsframleiðslu á árinu 2013.

Nýi skatturinn snertir um 30.000 launþega af 65 milljónum manna sem búa í Frakklandi.

Í viðtalinu við The New York Times sagði Grandil: „Frakkar vita ekki alveg hvernig þeir eiga að haga sér gagnvart peningum. Takist einhverjum hér að komast í álnir, skapa störf og verða milljónamæringur er hann grunaður um græsku. Þetta er hinn mikli menningarlegi munur milli Frakka og Bandaríkjamanna.“

Hann sagði að mörg fyrirtæki veltu fyrir sér að flytja hálaunaða stjórnendur frá Frakklandi til að komast hjá skattinum.

Hvort til þessa kemur verður betur ljóst síðar en frægt, ríkt fólk á borð Laetetiu Casta, módel hjá Victoria Secret, Alain Ducasse veitingamaður og Johnny Hallyday söngvari hafa þegar flutt frá Frakklandi.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS