Emile Roemer er leiðtogi hollenskra jafnaðarmanna og margt bendir til að þeir hljóti meira fylgi en nokkru sinni þingkosningum í Hollandi 12. september. Hann hefur lýst yfir að hann muni ekki hlíta kröfum framkvæmdastjórnar ESB um sektargreiðslu hollenskra stjórnvalda vegna of mikils halla á ríkissjóði. „Over my dead body“ svaraði hann spurningu blaðamanns um hvernig hann mundi bregðast við kröfunni frá Brussel.
Í Frankfurter Allgemeine Zeitung (FAZ) segir að Roemer hafi skýrt orð sín á þann veg að hann muni beita öllum ráðum sem í hans valdi eru til að berjast gegn því sem hann telji rangt. Blaðið segir að Roemer kunni að breyta stöðu hollenskra jafnaðarmanna á þann veg að þeir verði ekki lengur á hliðarlínunni sem fimmti stærsti flokkur landsins heldur virkir þátttakendur í stjórn landsins.
Roemer hefur náð þessari stöðu með því að láta í ljós gagnrýni á ESB án þess að hóta úrsögn úr ESB eða evru-samstarfinu. „Hugmyndin um að evru-samstarfið kunni að bresta er martröð í allra augum,“ segir Emile Roemer í samtali við FAZ, „þar sem það verður svo dýrt.“ Þessi afstaða skilur á milli Roemers og Geerts Wilders sem er þekktur fyrir óvild í garð múslima en beinir henni nú mest að ESB. Wilders hefur lengi barist fyrir endurupptöku gyllinis í stað evru. Roemer krefst þess ekki heldur eins og Wilders að ESB-þingið hverfi úr sögunni. Jafnaðarmenn vilja hins vegar ekki færa meira vald til Brussel vegna evrunnar.
Hollenska þingið samþykkti varanlegan neyðarsjóð evrunnar, ESM, skömmu áður en það var rofið gegn atkvæðum jafnaðarmanna. Roemer vill að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um ríkisfjármálasamninginn.
FAZ segir að Wilders og Roemer standi nú að tangarsókn gegn miðjunni í hollenskum stjórnmálum. „Sannleikann er ekki lengur að finna í miðjunni,“ segir Roemer.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.