Laugardagurinn 28. maí 2022

Mario Draghi svarar gagnrýni Þjóðverja á Seðlabanka Evrópu - Þjóðverjar segja banka­stjórnina fara út fyrir umboð sitt - sjálfstæði bankans sé í hættu


29. ágúst 2012 klukkan 16:24
Mario Draghi

Mario Draghi, forseti bankastjórnar Seðlabanka Evrópu( SE), brást við gagnrýni, einkum frá Þýskalandi, á hugmyndir hans og aðgerðir til lausnar evru-kreppunni og sagði hinar sérstöku aðstæður réttlæta þær.; í grein í þýska vikuritinu Die Zeit sem SE birti miðvikudaginn 29. ágúst segir Draghi að SE muni beita öllum ráðum til að bægja frá hættum sem steðja að evrunni.

„SE mun gera það sem er nauðsynlegt til að tryggja verðstöðugleika. Hann viðheldur sjálfstæði sínu. Hann mun ávallt halda sér innan þess umboðs sem hann hefur. Menn verða hins vegar að átta sig á því að stundum verður að grípa til annarra tækja en þeirra sem falla undir peningastefnu til að bankinn geri það sem umboð hans heimilar,“ segir Draghi í greininni.

Víða er nýtur sú skoðun stuðnings að SE sé eina evrópska stofnunin sem geti dregið úr hinni langvinnu kreppu. Stýrivextir bankans hafa verið lækkaðir, hann hefur dælt meira en 1000 milljörðum evra inn í bankakerfið og innan hans hafa menn tekið umdeilda ákvörðun um kaup á ríkisskuldabréfum til að lántökukostnað skuldugra ríkja.

Undanfarið hefur verið þrýst af meiri þunga en áður á stjórnendur SE að þeir beiti sér fyrir enn róttækari ráðum gegn evru-kreppunni og kaupi meira af ríkisskuldabréfum. Draghi gaf fyrr í ágúst til kynna að SE myndi „ef til vill“ hefja skuldabréfakaup að nýju ef ströngum skilyrðum sem eru í mótun yrði fullnægt. Þjóðverjar leggjast þungt gegn öllum slíkum ráðagerðum og segja þær andstæðar anda sáttmála evru-svæðisins.

Jens Weidmann, seðlabankastjóri Þýskalands, sem situr með Draghi í stjórn SE er í hópi þeirra sem hæst mótmæla hugmyndunum sem hann hefur viðrað. Weidmann segir að Draghi boði prentun peninga sem tapi verðgildi sínu og það sé skýrt brot á reglum ESB að grípa til þess til að borga skuldir einhvers evru-ríkis.

Stark sagði í blaðagrein þriðjudaginn 28. ágúst að „panik viðbrögð og óðagot“ Seðlabanka Evrópu græfi undan trausti í hans garð og trúverðugleika bankans. Bankinn væri á „mjög hættulegri braut“ þegar hann leyfði stjórnmálamönnum að „veikja sjálfstæði sitt“. Stark sagði að bankinn hefði einfaldlega „ alls engar lögheimildir“ til að stunda kaup á ríkisskuldabréfum.

Draghi svarar þessari gagnrýni sjálfur í fyrrnefndri grein í Die Zeit sem verður birt þar fimmtudaginn 30. ágúst en SE sendi frá sér 21. ágúst. Draghi segir:

„Þegar markaðir eru brotakenndir eða þar ræður hræðsla berast peningastefnu merki okkar ekki á sama hátt til borgara á evru-svæðinu. Við verðum að gera ráðstafanir og taka á slíkum stíflum til að tryggja að allir íbúar evrus-svæðisins sitji við sama borð að því er peningastefnu varðar og verðstöðugleika. Þetta getur krafist sérstakra aðgerða. Í þessu felst hins vegar ábyrgð okkar sem seðlabanka fyrir allt evru-svæðiðs.“

Fremstu hagfræðingar Þýskalands gagnrýna afstöðu Draghis, Michael Hüther, forstöðumaður efnahags-hugveitunnar IW, sagði að „ekki neins konar íhlutun seðlabankans – hvort heldur á skuldabréfamarkaði eða með því að auka lausafjármagn ˗ gæti leyst úr kerfislægum efnahagsvanda“. Hann sagði við netútgáfu Handelsblatt miðvikudaginn 29. ágúst að skuldabréfakaupin stönguðust helst gegn umboði SE. „Þar fléttast peningastefna og ríkisfjármálastefna saman. Sjálfstæði seðlabankans er stefnt í hættu.“

SE hefur sagt að bankinn muni aðeins láta á sér kveða á skuldabréfamarkaði í samvinnu við bráðabirgðaneyðarsjóð evrunnar, EFSF, eða varanlega neyðarsjóðinn, ESM. Reglur um ESM koma ekki til framkvæmda fyrr en Þjóðverjar hafa samþykkt þær. Þýski stjórnlagadómstóllinn fjallar nú um hvort samþykkt reglnanna samrýmist stjórnarskrá Þýskalands. Hann stefnir að því að fella úrskurð sinn 12. september.

Í grein sinni í Die Zeit víkur Draghi að Þýskalandi og segir:

„Velgengni Þjóðverja má rekja til þess hve vel þeir hafa fellt efnahag sinn að evrópskum kröfum og efnahagskerfum um víða veröld. Þýskaland dafnar ekki áfram nema það sé kjölfesta öflugs gjaldmiðils, þungamiðja stöðugleika í gjaldmiðilsmálum og í lifandi og samkeppnisfæru hagkerfi evrunnar. Þetta umhverfi verður aðeins skapað með öflugra samstarfi á sviði peningamála og ríkisfjármála.“

Heimild: AFP

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS