Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, flutti þrumandi 50 mínútna ræðu á flokksþingi demókrata í Charlotte, Norður-Karólínu, að kvöldi miðvikudags 5. september. Hvatti hann flokksmenn til að fylkja sér á bakvið Barack Obama, hann þyrfti lengri tíma en fjögur ár til að taka til eftir óstjórn repúblíkana. Er talið að ræðan kunni að ráða úrslitum um velgengni Obama en fylgi hans hefur dalað undafarið.
Barack Obama stóð hins vegar í ströngu miðvikudaginn 3. september við að breyta kosningasamþykkt á flokksþinginu þar sem orðið „Guð“ var ekki að finna og ekki var getið um Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels.
Með því að þurrka út orðið „Guð“ og geta ekki um Jerúsalem í ályktunardrögunum brutu demókratar gegn því sem flokkur þeirra hafði sagt í marga áratugi. Á Fox sjónvarpsstöðinni endurtóku menn allan miðvikudaginn viðtal sem einn fréttamanna stöðvarinnar hafði tekið við frammámann demókrata og spurt hann hvers vegna ekki væri lengur minnst á Guð í ályktun flokksins. Demókratinn brást við hinn versti og hellti sér fyrir fréttamanninn og Fox fyrir að halda því að fólki að demókratar hefðu snúið bakinu við guði, þar væri mikill fjöldi guðhræddra manna og þeir sætu ekki þegjandi undir slíkum árásum.
Í franska blaðinu Le Figaro segir frá því fimmtudaginn 6. september að það hafi reynst blaðamanni þess á flokksþinginu erfitt að komast að því hver hefði strikað út vísan til Guðs og skilgreininguna á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Blaðamaðurinn ræddi við Robert Casey Jr., öldungardeildarþingmann demókrata frá Pennsylvaníu, sem sagðist hafa orðið undrandi að sjá texta kosningastefnuskrárinnar að morgni miðvikudagsins. Hann vissi ekki hver hefði staðið að slíkri ósvinnu.
Þegar ályktunin var kynnt á þinginu sjálfu komu fram breytingartillögur um að hafa orðalag hið sama og áður varðandi Guð og Jerúsalem. Segir í Le Figaro að Barack Obama hafi sjálfur beitt sér í málinu vegna þungans í gagnrýni innan flokks og utan.
Þegar Antonio Villaraigosa., forseti flokksþingsins, bar upp breytingartillögu við ályktunina og bað þingheim að hrópa „já“ eða „nei“ við tillögunni, þurfti hann að gera það oftar en einu sinni til að átta sig á hvor hópurinn væri háværari og þar með fjölmennari. Úrskurðaði hann eftir þriðju atkvæðagreiðslu að já-hópurinn væri stærri. Vakti það nokkur mótmæli í hinum risastóra fundarsal.
Í Le Figaro segir að margir telji það kannski ekki miklu skipta í samhengi hlutanna í bandarískum stjórnmálum hvort einhver orð standi um Jerúsalem eða Guð í slíkri ályktun. Svo sé hins vegar ekki í Bandaríkjunum þar sem Guð komi oft við sögu í stjórnmálabaráttunni og Ísrael skipti meginmáli sem helsti bandamaður Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. Þá hafi afstaðan til Ísraels mikil áhrif á hvernig gyðingar haldi á atkvæði sínu. Þeir hallist almennt meira að demókrötum en repúblíkönum og árið 2008 hafi 74% þeirra kosið Barack Obama. Nýjar kannanir að þessi stuðningur hafi minnkað og sé nú 68%. Þá hafi repúblíkanar fært sér í nyt hve kalt sé milli Baracks Obama og Benjamíns Netanyahou, forsætisráðherra Ísraels.
Gyðingar eru örlátir á fé til stuðnings stjórnmálaflokkum og mönnum í Bandaríkjunum. Fundu demókratar fyrir því miðvikudaginn 5. september að þyngra væri undir fæti við fjáröflun. Þeir mega þó ekki missa af neinum þar því að Mitt Romney, frambjóðandi repúblíkana, hefur safnað mun meira fé í kosningasjóð sinn en Obama.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.