Miðvikudagurinn 25. maí 2022

Samaras: Grikkland líkist Weimar-lýðveldinu - jákvæður tónn en engin niðurstaða við þríeykið - ríkis­sjóður að tæmast


6. október 2012 klukkan 20:16

Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikkja, segir að atvinnuleysi magnist stöðugt í landi sínu og ástandið minni á lokadaga Weimar-lýðveldisins í Þýskalandi. Viðræður Gríkkja og þríeykisins halda áfram í næstu viku. Christine Lagarde hjá AGS segir miða í rætt átt í viðræðunum. Angela Merkel ætlar að sýna Grikkjum samstöðu með heimsókn til Aþenu í næstu viku.

„Við munum halda áfram í næstu viku,“ sagði Yannis Stournaras, fjármálaráðherra Grikklands, eftir fund með Antonis Samaras forsætisráðherra laugardaginn 6. október en ráðherrarnir hittust til að bera saman bækur sínar eftir fundi Stournaras og embættismanna hans með fulltrúum þríeykisins (ESB, Seðlabanka Evrópu (SE) og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS)) um aðhaldsaðgerðir Gríkkja og skuldbindingar þeirra gagnvart erlendum lánardrottnum.

Fjármálaráðherrann staðfesti að loknum fundi sínum með fulltrúum þríeykisins laugardaginn 6. október að enn bæri nokkuð í milli í viðræðunum og menn væru ekki sammála um gildi einstakra þátta í nærri 13,5 milljarða sparnaðaráformum grískra stjórnvalda á árunum 2013 og 2014.

Christine Lagarde, forstjóri ASG, sagði laugardaginn 6. október að viðræðunum við Grikki hefði miðað í rétta átt. Lagarde tók þátt í blaðamannafundi eftir að hafa hitt fulltrúa sex olíuríkja í Samvinnuráði Persaflóaríkja og lét þar jákvæð orð falla um viðræðurnar við Grikki. Þær hefðu verið „mjög góðar og skilað miklu“.

Fjármálaráðherrar evru-ríkjanna koma saman mánudaginn 8. október í Lúxemborg og taka þar þátt í hátíðlegri athöfn í tilefni af fyrsta formlega fundi stjórnarráðs varanlega björgunarsjóðs evrunnar (European Stability Mechanism (ESM)) sem kemur í stað bráðabirgðasjóðsins, European Financial Stability Facility (EFSF).

Í samtali við þýska viðskiptablaðið Handelsblatt föstudaginn 5. október sagði Antonis Samaras að ástandið í grísku þjóðlífi tæki helst að líkjast því sem var í Þýskalandi á dögum Weimar-lýðveldisins. Þá ríkti atvinnuleysi og óðaverðbólga undir veikri ríkisstjórn og gat þjóðfélagsástandið af sér Adolf Hitler og harðstjórn hans.

Samaras sagði að gríska ríkisstjórnin hefði náð þeim mörkum að hún gæti varla krafist meira af þjóðinni.:

„Við höfum þegar rist inn að beini. Þetta snýst um samheldni þjóðfélagsins sem er ógnað af vaxandi atvinnuleysi eins og við endalok Weimar-lýðveldisins í Þýskalandi.“

Semji gríska ríkisstjórnin ekki við þríeykið fær hún ekki 31,5 milljarða evra sem er lokagreiðsla seinna neyðarlánsins til Gríkkja. Greiðslan hefur tafist mánuðum saman vegna krafna um skýrari og strangari aðhaldsaðgerðir.

Samaras segir að í ríkissjóði Gríkkja séu nú fjármunir sem endist ef til vill út nóvember. Eftir það verði sjóðurinn tómur.

Angela Merkel Þýskalandskanslari heimsækir Grikkland í næstu viku, í fyrsta sinn síðan evru-kreppan tók að herja á þjóðina. Tilgangur heimsóknarinnar er að sýna Grikkjum samstöðu í erfiðleikum þeirra.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS