Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hampaði samstarfi Íslendinga og Kínverja en dró upp ófagra mynd af því sem gerast myndi í Kína vegna bráðnunar Grænlandsjökuls og á Suðurskautslandinu í ræðu sem hann flutti fimmtudaginn 4. október á Heimsþingi um umhverfismál, The 4th International EcoSummit, sem haldið var í Ohio í Bandaríkjunum. Vísaði forseti í tvo unga kínverska vísindamenn sem komið hefðu til Íslands á Snædrekanum, kínverska ísbrjótnum, til Íslands í ágúst og sagt að bráðnun ís í Norðu-Íshafi ylli verðurofsa í Kína sem hefði áhrif á matvælaframleiðslu. Þá kynni bráðnun jökla að færa sögufrægustu og fjölmennustu borgir Kína í kaf, sjór færi allt að 400 km inn í land og Peking yrði hafnarborg,
Þingið í Ohio sóttu um 1700 sérfræðingar, vísindamenn, umhverfissinnar og athafnamenn frá 76 löndum. Ólafur Ragnar ávarpaði fundarmenn sem vini sína og sagðist í meira en tvo áratugi hafa tekið þátt í umræðum um loftslagsbreytingar en sér hefði þótt sem hann stæði á sögulegum krossgötum þegar hann hlýddi á kínversku vísindamennina lýsa framtíð þjóðar sinnar á þann veg sem þeir gerðu á opnum fundi í evrópskum háskóla þar sem margra þjóða menn hefðu verið meðal áheyrenda. Til þessa hefðu vestrænir efahyggjumenn um loftslagsbreytingar notað aðgerðaleysi Kínverja sem skálkaskjól, nú væri sá tími liðinn. Hu Jinta Kínaforseti hefði hvatt til farar Snædrekans og Wen Jiabo forsætisráðherra boðað hana í heimsókn til Íslands.
Ólafur Ragnar benti á að Kínverjar kalli Himalajajöklana þriðja pólinn. Nú verði menn í Evrópu og Bandaríkjunum að sýna hvort þeir séu reiðubúnir að elta Kínverja að hinum sögulegu krossgötum þar sem allir viðurkenni að Norðurskautið, Himalaja og Suðurskautið tengist saman og móti þannig örlög móður jarðar.
„Um þetta snýst málið. Hinn nýi veruleiki alþjóðlegrar samræðu,“ sagði Ólafur Ragnar og nefndi til sögunnar heimsóknir sínar til rannsóknarstofnana í Kína og viðræður við þrjá helstu ráðamenn Kína Hu Jintao, Wen Jiabao og Xi Jinping varaforseta. Hann drægi af því öllu þá ályktun að Kínverjar væru reiðubúnir og viljugir til að skapa frekari alþjóðlegan skilning á veröld sem á mikið undir ís.
Fyrr í ræðu sinni hafði Ólafur Ragnar sagt og er sá kafli birtur hér á ensku þar sem mælskubrögðin njóta sín ekki á íslensku:
Fyrr í ræðu sinni hafði Ólafur Ragnar sagt og er sá kafli birtur hér á ensku þar sem mælskubrögðin njóta sín ekki á íslensku:
„When we succeed in linking the Arctic, the Himalayas and Antarctica and all the other ice-covered areas of the Earth together, making them central to our vision, we will achieve what I light-heartedly call our global ‘AHA’ moment.
We are all familiar with numerous ‘aha’ moments in our lives and have witnessed others in similar situations; when suddenly we comprehend a new truth, understand a new reality, recognize the meaning of the other fellow’s actions. Yes, aha! – we have finally got it!
The global dialogue on climate change urgently needs such an ‘aha’ moment and I strongly believe from recent experience that by linking our concerns and our efforts on the Arctic, the Himalayas and Antarctica together we, the people on Mother Earth, have a new opportunity to bring forward the necessary actions.“
Ræðu sinni lauk Ólafur Ragnar Grímsson á þessum orðum:
„Geti Íslendinga og Kínverjar náð höndum saman við rannsóknir á Norðurskautinu, Himalaja og Suðurskautinu eins og okkur hefur tekist undanfarin tvö ár eiga aðrir ekki lengur neina afsökun.
Ég viðurkenni að ég hef alltaf verið bjartsýnismaður en einhvern er ég nú sannfærður um að loksins hafi AHA-augnablikið runnið upp í alþjóðaumræðum um loftslagsbreytingar!“
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.