Laugardagurinn 28. maí 2022

Le Monde: Mengun losnar út viðjum íss á norðurslóðum - aðeins átta þjóðir ráða hvað gert verður


22. nóvember 2012 klukkan 15:29

Le Monde í París, mið-vinstra blað, birtir fimmtudaginn 22. nóvember leiðara vegna nýrrar skýrslu sem sýnir að mikil mengun kann að losna úr læðingi á norðurslóðum vegna loftslagsbreytinga. Hér er leiðarinn í heild í lauslegri þýðingu Evrópuvaktarinnar:

Norðurslóðir gleyma engu. Vegna mikilla jarðeðlisfræðilegra umbrota – hafstrauma, háloftastrauma, vatnshræinga – geymir norðurskautssvæðið nákvæmar upplýsingar um hvað maðurinn hefur gert um aldir og það sem hann hefði ekki átt að gera.

Norðurskautið fyrirgefur ekki: það geymir og þjappar saman því sem við töldum okkur hafa kastað í eitt skipti fyrir öll af ásetningi eða tilviljun. Þetta er eitt af því sem kemur fram í rannsókn sem unnin hefur verið af einkareknu stofnuninni Robin des Bois en fyrstu niðurstöður hennar eru birtar í nýjasta hefti tímaritsins Contrôle sem gefið er út af l'Autorité de sûreté nucléaire française, Kjarnaorkuöryggismálastofnun Frakklands. Leifar af gamalli nýtingu á efnunum radíum og úraníum og geislavirkur úrgangur hafa myndað dreifða geislavirka mengun sem spillir nokkrum tugum staða á strandlengjunni við Norður-Íshaf.

Vegna loftslagsbreytinga hafa mörk sífrera færst sunnar, jöklar hafa hopað og ís bráðnað, talin er hætta á að þessa breytingar „endurveki“ þessa gömlu mengun sem hefur búið um sig í ísnum. Sagan er svipuð að því er varðar lífræn mengunarefni (DDT, PCB o.fl.) en þúsundum tonna af þeim var dreift um jörðina á áttunda áratugnum. Þessi efni hafa einnig sest í ís norðurskautsins og berast smátt og smátt út í andrúmsloftið við loftslagsbreytingarnar.

Hverjir þurfa að huga að þessum gömlu syndum mannanna? Um þessar mundir keppast menn við að rannsaka jarðefni og olíu- og gas á norðurslóðum. Þótt um sé að ræða mál sem varðar allt mannkyn fara aðeins átta ríki með stjórn mála á þessum hluta heims (Noregur, Svíþjóð, Finnland, Rússland, Bandaríkin, Danmörk, Kanada Ísland).

Og þótt áhugi á olíu og gasi á norðurslóðum hafi minnkað nokkuð síðustu mánuði bíða stærstu olíurisar veraldar þó eftir tækifæri til að leita þar að gasi og olíu. Þá ber að gæta að því að aðstæður til vinnslu eru áhættumeiri þarna en annars staðar og aðferðir til að bregðast við olíuslysum á þessum slóðum eru vanþróaðar þar sem þær hafa ekki verið lagaðar að harðneskju íshafsins.

Er þess virði að taka áhættu með því að spilla þessum svæðum sem öðlast meira gildi með hlýnuninni sem er að verða? Vegna loftslagsbreytinganna hafa nokkrar fisktegundir til dæmis fært sig norðar en áður …

Viturlegast yrði örugglega að setja norðurskautið undir svipaða stjórn og hvíta landsvæðið í suðri – þar eru rannsóknir náttúrauðlinda unnar í samræmi við Suðurskautssáttmálann. Að þetta gerist er því miður óraunhæfast af öllu!

Því miður álíka óraunhæft og að vænta þess að 18. ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem á að hefjast 26. nóvember í Doha (Qatar) eigi eftir að skipta máli í baráttunni gegn hlýnun jarðar.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS