Rúmlega 80% Japana bera engan vinarhug til Kína sýnir árleg könnun sem ríkisstjórn Japans lætur gera en niðurstaðan birtist laugardaginn 24. nóvember.
Að þessu sinnig sögðu 80,6% Japana að þeir bæru engan vinarhug í garð Kínverja og hefur andúðin aukist um 9,2 stig síðan 2011. Hefur hún aldrei verið meiri síðan þessar kannanir hófust árið 1978.
Árið 2010 lýstu 77,8% Japana andúð á Kína og er það hæsta hlutfall þar til núna. Árið 2010 sigldi kínverskur togari á tvo strandgæslubáta Japana þegar þeir reyndu að reka skipið út úr lögsögu Japana við hinar umdeildu Senkaku eyjar sem Kínverjar kalla Diaoyu.
Þeim sem sögðu að þeir bæru góðan hug til Kína fækkaði um 8,3 stig í 18%.
Viðhorfin mótast af spennu milli Japana og Kínverja eftir að Japanir slógu endanlega eign sinni 11. september 2012 á þrjá af fimm Senkaku-smáeyjunum í Austur-Kínahafi. Kínverjar mótmæla þessu harðlega.
Þegar spurt var hvort fólki þætti tvíhliða samskipti við Kína í góðum farvegi sögðu 92,8% að svo væri ekki 16,5 stigum fleiri en í síðustu könnun. Aðeins 4,8% töldu að samskipti Kínverja og Japana væru eðlileg og heilbrigð, 14 stigum færri en árið 2011.
Þá kom einnig í ljós að 59% Japana líta ekki vinsamlegum augum til Suður-Kóreu og hefur þeim fjölgað um 23,7 stig frá árinu 2011. Þeim sem líta af vinsemd til Suður-Kóreu hefur fækkað um 23 stig í 39,2%, í fyrsta sinn í 15 ár undir 40%.
Þessi breyting á afstöðu er einkum rakin til þess að Lee Myung Bak, forseti Suður-Kóeru, fór í fyrsta sinn í sögunni til Takeshima eyja í Japanshafi 10. ágúst 2012. Suður-Kóreumenn segja að þeir eigi eyjarnar en Japanir líta á þær sem hluta af yfirráðasvæði sínu.
Í Japan líta 84,5% til Bandaríkjanna með vinsemd, 2,5 stigum fleiri en 2011. Aðeins 13,7% lýsa óvild í garð Bandaríkjanna, 1,8 stigum færri en 2011.
Könnunin var gerð 27. september til 7. október 2012 meðal 3.000 manna, 61,3% svöruðu.
Heimild: Japan Times
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.