Hinn sögulegi samningur Royal Caribbean International við STX France skipasmíðastöðina í Frakklandi um smíði á risastóru skemmtiferðaskipi hefur vakið spurningar í Finnlandi um hlutdeild franska ríkisins og hvort hún samrýmist ESB-reglum.
Jan Vapaavuori, efnahagsmálaráðherra Finna, velti því fyrir sér föstudaginn 28. desember hvers eðlis afskipti franska ríkisins af gerð samningsins hefðu verið. STX franska skipasmíðastöðin keppti um verkið við STX í Turku í Finnlandi. „Við viljum ganga úr skugga um að Frakkar hafi virt reglur Evrópusambandsins,“ sagði finnski ráðherrann á blaðamannafundi. Hann ætlar að afla upplýsinga hjá Frökkum og framkvæmdastjórn ESB til að átta sig á hvað réð úrslitum um að ákveðið var að skipið yrði smíðað í Saint-Nazaire en ekki Turku.
Finnska ríkisstjórnin hefur lengi og ítarlega rætt hugsanleg smíði skipsins í Finnlandi og neitaði ríkisstjórnin þrisvar að veita STX Finnlandi 50 milljóna evru lán til að fara ekki á svig við lögin að sögn finnskra yfirvalda. Í staðinn fyrir lánið ákvað finnska ríkið að veita 28,3 milljónir evra til nýsköpunar í skipasmíðastöðinni í Turku.
Pierre Moscovici, efnahagsmálaráðherra Frakka, hefur þegar svarað spurningum finnskra yfirvalda um málið og sagt að Frakkar hafi „að sjálfsögðu“ virt reglur ESB. „Við höfum gert allt til að aðstoða Chantiers de l‘Atlantique [STX France] og að sjálfsögðu í samræmi við evrópskar reglur,“ sagði Moscovici þegar hann gekk af fundi með François Hollande forseta í Elysée-höll föstudaginn 28. desember.
Jean-Marc Ayrault, forsætisráðherra Frakklands, sem eitt sinn var þingmaður fyrir kjördæmi á Atlantshafsströnd Frakklands, sagði föstudaginn 28. desember að hann hefði „sjálfur“ haft afskipti af gerð smíðasamningsins eins og hann hefði „af öðrum stórum málum“.
+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingishúsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.