Omar Sy, annar aðalleikari í frönsku myndinni Intouchables, hefur verið kjörinn vinsælasti maður Frakklands í könnun sem sagt er frá í Journal du dimanche (JDD) 30. desember. Hann velti Yannick Noah tennisleikara úr 1. sætinu þar sem hann hefur setið síðan í desember 2007.
„Ég er djúpt snortinn,“ sagði Omar Sy. Kvikmyndin Intouchables hefur farið sigurför víða um lönd. Myndin hefur slegið öll aðsóknarmet franskra kvikmynda og um miðjan desember höfðu 27 milljónir manna séð hana. Fyrra met átti myndin um Amélie, Le Fabuleux Destin d'Amélie Poulain, sem 23 milljónir hafa séð. Það kostaði 9 milljónir evra að gera Intouchables en tekjur af henni eru nú orðnar 310 milljónir evra.
Hinn 18. október 2012 sagði í frétt hjá Græna ljósinu:
„Intouchables náði þeim ótrúlega áfanga um helgina að verða sú kvikmynd sem flestir á Íslandi hafa séð á þessu ári. Myndin var þegar búin að slá öll met sem hægt var að slá og tók nú síðast fram úr The Dark Knight Rises, en rúmlega 64 þúsund manns hafa nú séð Intouchables á Íslandi.“
Intouchables er tilnefnd til Óskarsverðlauna og Omar Sy hefur sest að í Los Angeles til að geta búið í haginn fyrir sig og myndina meðal þeirra sem greiða atkvæði um verðlaunin.
Í frönskum fjölmiðlum fagna menn því sérstaklega að hinum ungu kvikmyndargerðarmönnum Olivier Nakache og Eric Toledano skuli hafa tekist að fjalla um hið viðkvæma efni myndarinnar, örlög lamaðs manns, á gamansaman hátt án þess að særa tilfinningar fólks um víða veröld.
Myndin hefur notið mikilla vinsælda í Evrópu, einkum í Þýskalandi, Japan og Suður-Kóreu. Nú er tekið til við að sýna hana í Bandaríkjunum. Hingað til hafa Frakkar gjarnan talið að erfitt sé að breyta frönskum húmor í útflutningsvöru, sérstaklega þegar hann snýr að fötlun. Það hafi ekki verið auðvelt að talsetja myndina á grísku, ítölsku, spænsku eða þýsku. Frægasta setningin í myndinni hafi vafist fyrir ýmsum þýðendum: „Pas de bras pas, de chocolat“ (handalaus, súkkulaðilaus). Í bandarísku útgáfunni er hún „No handy, no candy“.
Í Þýskalandi hefur myndin fengið nafnið: Ziemlich beste Freunde (Vafalaust bestu vinir) og hefur vinátta Angelu Merkel kanslara og Wolfgangs Schäubles fjármálaráðherra hennar verið sett í þetta ljós með mynd af því þegar hún í tengslum við sýningu myndarinnar ýtir Schäuble í hjólastólnum sem hann hefur verið bundinn síðan hann lamaðist í skotárás árið 1990.
Aðsókn að myndinni hefur slegið öll met í Þýskalandi og eru gestir orðnir fleiri en 8,5 milljónir. Myndin bjargaði þýska dreifingarfyrirtækinu, Senator Entertainment AG, frá gjaldþroti. Helger Sasse, eigandi þess, sagðist hafa áttað sig á því í Cannes að myndin yrði vinsæl og því keypt dreifingarréttinn. Sér hefði þó ekki komið til hugar að hún slægi öll met og það kemur fleirum á óvart sem vita að í Þýskalandi er „pólitísk rétthugsun“ mikil þegar rætt er um fatlaða og minnihlutahópa. Þá voru leikararnir Omar Sy og François Cluzet óþekktir í Þýsklandi. Myndin er ekki gerð eftir vinsælli bók og auglýsingaherferð vegna hennar var lítil miðað við kynningu á stórmyndum frá Hollywood í Þýskalandi. Nú hefur hún slegið Hollywood-myndinni Forrest Gump við sem hefur til þessa verið mest sótta mynd í Þýskalandi.
+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingishúsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.