Fimmtudagurinn 24. júní 2021

Jólaleyfi franskra ráđherra undir smásjánni - áttu ađ vera innan tveggja stunda frá París


11. janúar 2013 klukkan 11:11

Fyrir jól gaf François Hollande Frakklandsforseti ráđherrum í ríkisstjórn landsins fyrirmćli um ađ halda sig innan tveggja tíma fjarlćgđ frá París í jólaleyfinu. Á ţeim hvíldi ábyrgđ á velferđ lands og ţjóđar og ţeir yrđu ţví ađ verđa til taks og til ţess búnir ađ láta ađ sér kveđa í ráđuneytum sínum eđa á ríkisstjórnarfundi međ skömmum fyrirvara.

Aurélie Filippetti

Eftir jólin velta franskir fjölmiđlamenn fyrir sér hvort ráđherrar hafi fariđ ađ ţessum fyrirmćlum. Í ljós kom ađ Aurélie Filippetti menningarmálaráđherra fór í bođi vinar síns til Mauritius-eyju á Indlandshafi. Hafa birst myndir af henni í strandfötum á sólböđuđum ströndum eyjunnar.

Ráđherrann gaf ţá skýringu á dvöl sinni á hinn fjarlćgu eyju ađ hún hefđi fengiđ sérstakt leyfi forsetans til ađ dveljast ţar um jólin enda hefđi henni veriđ erfitt ađ neita góđu vinarbođi. Forsetaskrifstofan hefur stađfest ađ menningarmálaráđherrann hafi fengiđ fjarvistarleyfi enda hefđi forsetinn litiđ ţannig á ađ ólíklegt vćri ađ brýn úrlausnarefni í menningarmálum krefđust afgreiđslu um jólin.

Umrćđunum um jólaleyfi frönsku ráđherranna er ekki lokiđ. Nú hefur veriđ upplýst ađ Laurent Fabius, utanríkisráđherra Frakklands, hafi tekiđ sér „nokkurra daga frí“ á Zanzibar-skaga í Tanzaníu í árslok. Sagt er frá ţessu í Le Figaro föstudaginn 11. janúar og ţar er vitnađ í fulltrúa ráđherrans sem sagđist halda ađ utanríkisráđherrann hefđi látiđ forsetann vita hvar hann yrđi. Engin opinber tilkynning hefur birst um máliđ frá forsetahöllinni.

Tveir ráđherrar í ríkisstjórninni eru frá Guadeloupe, franskri eyju í Karabíahafi, og fengu ţeir ađ fara heim til sín um jólin međ leyfi forseta og forsćtisráđherra.

Fyrir jólin sagđi talsmađur forsetans: „Forsetinn hefur minnt á ađ 365 dagar eru í árinu og hann vill ađ hver mađur sé á sínum stađ og á vaktinni.“ Le Figaro segir ađ međ ţessum orđum hafi forsetinn viljađ sýna ađ ríkisstjórn landsins léti hátíđarnar ekki trufla sig viđ mikilvćg störf sín, honum hafi ţótt miklu skipta ađ ţetta kćmist til skila ţví ađ hann og stjórn hans hafi sćtt ámćli fyrir ađ taka sér sumarleyfi í ágúst 2012.

Jóla- og áramótaleyfi franskra ráđherra geta orđiđ ţeim dýrkeypt. Um jólin 2010 fór Michele Alliot-Marie, ţáverandi utanríkisráđherra, til Túnis og flaug međ einkavél í bođi fjölskylduvinar um landiđ sem ţá var í hers höndum vegna uppreisnar almennings. Neyddist hún til ađ segja af sér vegna gagnrýni á ţetta ferđalag.

Um svipađ leyti var François Fillon, ţáverandi forsćtisráđherra Frakklands, í Egyptalandi og naut gistivináttu Mubarak-forsetafjölskyldunnar. Lá viđ ađ Fillon yrđi ađ segja af sér vegna ţeirrar ferđar.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óţarfi ađ rćđa frekar viđ ESB vegna afstöđu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvćr Evrópu­skýrslur styđja sjónarmiđ LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvćmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir ađ í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfrćđi­stofnun HÍ og Alţjóđa­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styđji ţá afstöđu LÍÚ ađ Ísland eigi ađ standa utan ESB. Ţá segir hann óţarfa ađ ganga lengra í viđrćđum viđ ES...

Norđurslóđir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til ađ hlýnun jarđar og sú bráđnun hafíss, sem af henni leiđir geti losađ um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi veriđ hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiđum á Norđurslóđum. Ţetta segja rannsakendur ađ geti gerzt á einum áratug. Međal ţess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er ađ slíkir öskuhaugar séu ađ myndast á Barentshafi.

Ţýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega ţjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harđri gagnrýni fyrir ummćli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­ţingsins ţess efnis ađ Evrópu­sambandiđ vćri ekki „socialunion“ eđa bandalag um félagslega ţjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til ađ Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gćrkvöldi benda til ađ Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­ţingsins sem hófust í gćrmorgun og ađ ţingmönnumhans á Evrópu­ţinginu fćkki um tvo en ţeir hafa veriđ fimm. Ţetta gengur ţvert á spár um uppgang flokka lengst til hćgri í ţeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS